Sólarmegin í tilverunni ?

Spá um skýjahulu á morgun 20. maí kl. 12
Veðurkortið sem hér sést sýnir skýjahulu yfir landinu eða öllu heldur er þetta spá um skýjahulu á morgun laugardag  kl. 12 reiknuð úr líkaninu HIRLAM-T sem reiknað er í Danmörku tvisvar á sólarhring.  Ef mark er takandi á þessari spá um skýjahula segja að útlit er fyrir að alskýjað verði víðast um norðaustanvert landið, en lítið um ský suðvestan- og vestanlands um Dali og norðum um Strandir og Húnaflóa.  Þó er spáð að skýjabakki nái inn á Vestfjarðakjálkann og yst á Snæfellsnesi.  Fróðlegt verður að sjá sannprófun á þessari spá á morgun, en það er hægt að gera á tvennan hátt, annars vegar með því að skoða skýjahulu veðurathuguna og hins vegar með því einfaldlega að bera saman samskonar kort á morgun, þ.e. spánna saman við greiningu 12-keyrslunnar á morgun.   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 1788791

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband