Í þessari frétt mbl.is kemur m.a. fram að skólahald hafi fallið niður í Litlulaugaskóla í Þingeyjarsveit í morgun. Það er með ólíkindum og væntanlega aldrei áður gerst á þessum árstíma að ekki sé hægt að sækja skóla vegna ófærðar. Hér áður fyrr var þó fyrir löngu búið að hleypa börnum heim í vorið í sauðburð og því samanburður í skólahaldi í 4. viku sumars vafasamur !
Úrkoma mældist á Staðarhóli síðasta sólarhriginn 39 mm að mestu í gærkvöldi og nótt. Hiti hefur verið þar um og undir frostmarki og því eingöngu snjóað. Snjódýptin í Aðaldalnum reyndist líka vera 27 sm í morgun. Mest úrkoma sl. sólarhring reyndist hins vegar vera á Eskifirði eða 52 mm. Í byggð á Austfjörðum rigndi eða úrkoman var í formi slyddu. Á fjallvegum snjóaði hins vegar.
Þetta tíðarfar er afbrigðilegt, á því leikur engin vafi.
Á dráttarvélinni til vinnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Veðuratburðir hér og nú | Breytt 21.9.2009 kl. 10:49 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 49
- Frá upphafi: 1788793
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 45
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.