Vorið lætur á sér standa vestanhafs

Snjómokstur í Kansas, 13.aprílÁ sama tíma og Evrópubúar sleikja sólinna í sumarhita lætur vorið á sér kræla víða í Bandaríkjunum og Kanada.  Veðurkerfin hafa beint köldu lofti norðan frá Hudsonflóa og Kanadísku eyjunum langt suður, jafnvel alla leið til Texas.  Þar var spáð snjókomu norðantil og í Denver í Colorado 45 sm snjódýpt.  Vitanlega snjóar ekki svo sunnarlega nema í fjallendi eða tiltekinni hæð yfir sjó.  Samkvæmt fréttum létust tveir menn í Texas í gær þegar skýstrokkar gengu þar yfir þegar kalda loftið mætti hlýju og röku lofti sunnan úr Mexíkóflóa. 

 

Meginhringrás loftstraumanna á norðurhveli einkennist mjög um þessar mundir af norður-suður streymi (meridonal) í stað vestanstreymis (zonal).  Slíkt munstur gerir það að verkum að heittemprað  loft berst langt til norðurs á tilteknum landsvæðum norðurhvels á sama tíma og heimskautaloft streymir til suðurs.

 

Meðfylgjandi kort sýnir þrýstilýnur á norðurhveli ásamt hæðina á 500 hPa þrýstifletinum, en hann gefur til kynna hitastig og uppruna loftmassans.  Vel sést hve miklar bylgjur eru á streyminu frá vestri til austurs og fyrirstöðuhæð er yfir meginlandi Evrópu, en hún er afleiðing af útslættinum í streyminu.  Eða m.ö.o. hlýtt loft lokast af fyrir norðan kaldara yfir Miðjarðarhafinu með þeirri afleiðingu að þar þykir bæði kalt og rigningarsamt.   Sjá má vel að uppruni heimskautaloftsins er eðlilega á Íshafssvæðum og kaldasti kjarninn nærri N-Grænlandi. 

15.apríl

 

Næsti kaflinn í vorhretasögu Bandaríkjanna verður skrifaður á norðausturströndinni á morgun og þriðjudag. Meira um það síðar hér á Veðurvaktinni.


Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Þetta veðurkort af Norðupólnum væri gaman að sjá oftar.

Er kannski hægt að sjá það á einhverjum vef? 

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 15.4.2007 kl. 14:45

2 identicon

Orðtakið a´ð "láta á sér kræla" held ég að sé ekki notað rétt þarna. Þegar maður les greinina í heild held ég að höfundur hafi í raun ætlað að segja að vorið "láti á sér standa" - en bendi honum á orðtakasafnið góða.

Þorkell G. (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 21:03

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 1790154

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband