Veðrið á landinu 17. júní

Fánaborg 17. júní
Kl. 9 í morgun var frekar þungbúið á landinu svona í heildina tekið, rigning í Reykjavík, lítilsháttar súld á Akureyri.  Fyrir vestan í Bolungarvík var aftur á móti léttskýjað.  Sömu sögu er að segja frá Egilsstöðum, en austanlands var hitinn allt að 14 til 15 stig á meðan hitastigið var ekki nema 7 til 9 stig víðast vestanlands.  Á Suðurlandi var skýjað og sums staðar einhver væta.  Þegar líður á daginn er síðan útlit fyrir að heldur rofi til í höfuðborginni og gera má ráð fyrir að jafnvel sjáist til sólar undir kvöldið.  Fyrir norðan er hins vegar gert ráð fyrir skúrum síðar í dag og einnig á Vestfjörðum.  Ekta þjóðhátíðarveður verður hins vegar í allan dag á Austurlandi og jafnvel einnig suðaustanlands með sólskini og sumarhita.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 1788791

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband