Nú er hann kominn á norðan og þá létti til hér syðra eins og vænta mátti. Þó svo að loftið yfir landinu sé frekar kalt nær sólin að ylja sæmilega hér syðra. Í hádeginu var hitinn 13,2°C í Reykjavík. Svo hár hádegishiti hefur ekki verið í höfuðborginni frá því 9. maí, þá samfara eftirminnilegri hitabylgju. Hlýjast nú um stundir er á Kirkjubæjarklaustri, en þar voru 14,8°C nú í hádeginu. Engu að síður ætlar þessi lengstu dagur ársins að vera fremur kaldur á landinu í heildina tekið.
Ekki er að sjá annað en sólin muni skýna glatt áfram í dag, síður þó á morgun og hinn daginn hér syðra. En víst er að skrúfað hefur verið fyrir rigningarkranann í bili. Við það kætast væntanlega margir. Að sama skapi hefur nú kólnað á "sumarsvæðum" landsins til þessa, fyrir norðan og austan.
Flokkur: Veðuratburðir hér og nú | Breytt 21.9.2009 kl. 10:36 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 1788791
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.