Heiðríkja í morgunsárið

Væntanlega  hefur hún lyfst nokkuð brúnin á fjölmörgum ferðamanninum í morgun að vakna upp í heiðríkju.  Það er eingöngu við Faxaflóann eða í grennd við höfuðborgina þar sem það er skýjað. Strax fyrir austan fjall og vestur á Snæfellsnesi er vart ský að sjá á himni.  Sama má segja um Norðurland og Austurland.  Í dag ættu Íslendingar á faraldsfæti að geta sleikt langþráð sólskinið, þó ekki þeir sem eru bundnir í vinnu Reykjavíkurmegin í tilverunni.  Þar verður áfram skýjað í dag og reyndar er spáð versnandi veðri, strekkingi og rigningu um landið suðvestan- og vestanvert þegar líður á daginn.  

Hér er tengill á stórskemmtilega vefmyndavél frá Siglufirði, þar sem a.m.k. í dag má sjá fjöllin bera við heiðan himininn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er eingöngu ferðamenn út á landi?

Egill (IP-tala skráð) 13.7.2006 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 1788791

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband