Nokkrar veðurtölur eftir daginn

Kl. 18 í dag (14. júlí) var hitinn 21,2 stig á Skjaldþingsstöðum í
Vopnafirði og varð það nálægt hæsta gildi dagsins á landinu á sama
stað.  Hitinn komst í 20,7 stig á Seyðisfirði og sléttar 20 gráður
á Blönduósi.  Nú kl. 18 var hitinn 17 stig á Hornbjargsvita, en
ekki nema 9 á Stórhöfða. Þá var sandfok á Grímsstöðum á Fjöllum í
allhvössum sunnanvindi (15 m/s).  Úrkoman eftir daginn varð mest á
Kirkjubæjarklaustri, 44 mm.  Það samsvarar úrkomuákefð upp á
tæplega 5 mm/klst útjafnað yfir daginn.  Allmiðkið það ! Þar mun
hins vegar stytta upp að mestu síðar í kvöld líkt og annars staðar
suðaustanlands. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 1788791

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband