15.7.2006
Moldrok á hálendinu norðan Vatnajökuls
Var að fá tíðindi af því að eftir hádegið hefði hvesst á norðurhálendinu m.a. með nokkru sandfoki eða moldroki, en þarn a hefur lítið sem ekkert rignt undanfarna daga og jörð því skraufþurr. Kl. 14 var S 21 m/s í Sandbúðum á Sprengisandsleið og í Upptyppingum við Jökulsá á Fjöllum 14 m/s. Þarna mun áfram verða hvasst fram eftir kvöldi, en lægja heldur í nótt. Ekki er ólíklegt að sandloftið eigi eftir að ná norður yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi í þetta miklum vindi.
Það er alþekkt í hvassri S- og SV-átt að fínn leir fer að fjúka af víðáttumiklum aurum Jökulsár á Fjöllum undan Dyngjujökli. Svarbrúnn mökkurinn getur skyggt á alla fjallasýn í verstu tilvikum. Myndin sem fylgir er úr myndasafni Morgunblaðsins frá 30. júlí 2004 en þann dag gerði mesta moldviðri sem komið hafði í nokkur ár á þessum slóðum skv. frétt blaðsins.
Flokkur: Veðuratburðir hér og nú | Breytt 21.9.2009 kl. 10:31 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 1788791
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.