Í tilefni af 4. júlí verður í dag litið til tíðarfars í Bandaríkjunum. Á Norðausturströndinni hefur allt verið slétt og fellt þegar veðrið er annars vegar, í það minnsta ekkert sem frásagnar er vert. Það sama er ekki hægt að segja sé farið vestar inn í þetta djúpa og margbreytilega land.
Í Texas hefur um tveggja vikna skeið verið mannskaðaveður. þrumuveður og miklar rigningar staðbundið með tilheyrandi flóðum. Þannig féllu 500 mm á rúmum tveimur sólarhringum í Anderson-sýslu. 11 manns hafa farist í þessum látum.
Í Kalforníu er hins vegar afar þurrt og svo hefur verið undanfarna mánuði. Í Los Angeles hefur úrkoma mælst aðeins 80 mm síðustu 12 mánuði í stað meðaltalsins, 300mm. Langtímaspár gefa til kynna að áfram verði þurrt í Kaliforníu fram á haustið. Að þessum sökum hefur flugeldasýningum vegna 4. júlí víða verið aflýst vegna hættu á skógareldum.
Í Arizona er síðan talsverð hitabylgja. Fólk hefur verið varað við í Phoenix að gæta að sér áður en það heldur í dag út fyrir borgina þar sem von er á einkar glæsilegri flugeldasýningu. Spáð er 45°C hita þarna. Hitasvækjur að sumri verða óvíða meiri í Bandaríkjunum en einmitt í Phoenix og nágrenni. Dæmi er um 50 stiga hita á þessum slóðum (26. júní 1990).
Í New York er veðrið ekki sérlega hátíðarlegt í dag, rigningarskúrir og rúmlega 20 stiga hiti. Og þó, á austurströndinni rignir gjarnan í júlí og meðalúrkoman í New York er ríflega 100 mm í þessum mánuði.
Flokkur: Utan úr heimi | 4.7.2007 (breytt 8.9.2009 kl. 09:37) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.4.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 45
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það eru líklega orðnar þrjár vikur síðan hitinn fór fyrst upp í 45 stig í Phoenix, svo þetta ástand hefur varað í margar vikur. Í Oklahoma hefur líka rignt eins og í Texas, en þó ekki verið flóð. - En það virðist vera að hlýna og þorna þar núna.
Elín Björk Jónasdóttir (IP-tala skráð) 4.7.2007 kl. 14:49
Takk fyrir þetta Elín ! Veit að þú fylgist vel með veðrinu fyrir vestan. Ég er svona meira á norrænu slóðunum
.
Einar Sveinbjörnsson, 4.7.2007 kl. 15:08
Stal myndinni - með fyrirfram þökk - á nefnilega tengdafjölskyldu í Ameríku og þurfti að senda kveðju. Vona að mér fyrirgefist.
Guðrún Markúsdóttir, 4.7.2007 kl. 23:36