21.8.2007
Missögn í frétt af DEAN
Í þessari frétt mbl.is er ekki alveg nákvæmlega rétt með farið. Það var í hittifyrra, 2005, sem að Atlantshafsfellibylir ollu miklum usla. Katarína var vitanlega 5. stigs fellibylur en mestur þótti Wilma í október sem herjaði á Mexícó. Í Wilmu fór þrýstingur í miðju niður í 882 hPa, sem er lægsti þrýstingur sem vitað er um í Atlantshafsfellibyl. Dean er nú 909 hPa og orðinn 5. stigs fellibylur skv. fregnum frá fellibyljarannsóknarstöð NOAA.
Í fyrra var virkni fellibylja á Atlantshafinu hins vegar með minnsta móti, þvert á spár um annað. Eins skýringin sem týnd var til sögunnar er þessi hér.
Dean farinn að láta finna fyrir sér í Mexíkó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 08:50 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
MBL ekki að standa sig... ?
Óli (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 08:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.