Frostlaust á láglendi, þrátt fyrir hryssinginn

Ísafjörður 30. ágúst kl. 09:52

Það kemur nokkuð á óvart að hvergi skuli hafa fryst á láglendi í nótt, miðað við hvað kólnað hefur og hvað bjart var víða sunnanlands í gærkvöldi og loftið einnig fremur þurrt.  Lægstur varð hitinn á láglendi í Norðurhjáleigu í Álftaveri 1,6°C og 2,1°C á Hjarðarlandi sem er skammt frá Geysi í Haukadal. Til fjalla frysti þó eins og myndirnar sýna augljóslega. Þannig varð frostið 1,5°C á Þverfjalli milli Skutulsfjarðar og Önundafjarðar.  Því snjóaði eðlilega ofantil í fjöll þar sem úrkoma hefur verið fyrir vestan í nótt.  Á Hveravöllum, í 640 metra hæð, fór hitinn ekki nema rétt niður undir frostmark í nótt.

Hér er tengill á ágæta vefmyndavél frá miðbæ Ísafjarðar, en myndin hér er frá henni kl. 09:52 í morgun.


mbl.is Snjóar í fjöll á Vestfjörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband