Ófęrš į fjallvegum 30. įgśst ķ fyrra

Bílar í Oddskarði 30.ágúst 2005

Žó snjórinn sé vissulega óvenju snemma į feršinni til fjalla ķ įr og įgśstmįnušurinn ekki lišinn, er sjaldnast nokkuš nżtt undir sólinni.  Ķ fyrra snjóaši žaš mikiš į fjallvegi žennan sama dag, ž.e. 30. įgśst, į Austurlandi aš fęrš spilltist.  Mešfylgjandi mynd er fengin śr gagnasafni Morgunblašsins og sżnir ašstęšur ķ Oddskarši.  Ķ fréttinni sagši: "Leišindavešur var vķšast hvar į Austurlandi ķ gęr og kalt ķ vešri og snjókoma var ķ Oddskarši į milli Eskifjaršar og Noršfjaršar. Tveir bķlar žurftu aš keyra inn ķ Oddskarš ķ gęr til žess aš nį ķ faržega ķ flugrśtu sem hafši fest ķ snjónum ķ skaršinu. Aš sögn lögreglu į Eskifirši er afar sjaldgęft aš snjór falli į žessu svęši svo snemma. Venjulega geršist žaš ekki fyrr en um mįnašamótin september-október og snjórinn ķ įr vęri žvķ um mįnuši fyrr į feršinni en vanalega. Vķša er kominn snjór ķ fjöll į Austurlandi og ķ Neskaupstaš snjóaši langt nišur ķ hlķšar ķ fjöllum."  (Morgunblašiš 31. įgśst 2005).

Viš žetta er aš bęta aš ķ fyrra haustaši óvenju snemma og lauk eiginlegu sumri žį svo snemma sem upp śr 20. įgśst.  Įrin į undan, ž.e. 2004 og sérstaklega 2003 hélst sumarvešrįtta śt allan sepember svo ekki örlaši į nżsnęvi til fjalla.  Žessi samanburšur sżnir glögglega hve ķslenska vešrįttan getur veriš breytileg.   


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (5.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 54
  • Frį upphafi: 1790157

Annaš

  • Innlit ķ dag: 3
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir ķ dag: 2
  • IP-tölur ķ dag: 2

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband