24.8.2007
Land öfganna, líka í veðurfarinu
Það er ekki ofsagt að Bandaríkin séu land öfganna. Það að sjálfsögðu líka við um í veðurfarinu, enda er landið víðfemt og nær á milli tveggja heimshafa sem nóta veðrið mjög ásamt landflæminu norðurundan og hinum hlýja og raka Mexíkóflóa í suðri.
Það er alltaf athyglisvert þegar veðurmet eru sleginn eins og nú virðist í gangi t.a.m. hvað varðar hita í Georgíufylki. Hitt er rátt að veðráttan hefur sveiflast þarna fyrir vestan öfganna á milli í sumar. Þannig var snemma í sumar óskaplega heitt í miðvesturríkjunum, úrkomumet féllu í Texas í júlí og í Tennessee var met þurrkur í sama mánuði. Í júlí mældist líka óvenju hár hiti í Klettafjallafylkjunum við landamæri Kanada og þá var hitinn markvert undir meðallagi þar sem þessa dagana falla veðurmet og þannig mætti áfram telja.
Meðfylgjandi kort eru fengin af síðu NOAA.
![]() |
Öfgar í veðurfari í Bandaríkjunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Utan úr heimi | Breytt 8.9.2009 kl. 09:07 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.4.): 3
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 1790157
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Áhugavert að sjá að greinin þín styður umfjöllun mína um skógarelda á heitasvæðinu þínu númer 113 (Idaho).
Viktoría Rán Ólafsdóttir, 24.8.2007 kl. 11:06
Þetta er magnað fyrirbrigði þetta veður!
Sigurjón, 24.8.2007 kl. 13:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.