Ekki er hægt að segja annað en veðrið í dag sunnudag og í gær hafi glatt marga á Suður- og Vesturlandi. Þó sums staðar hafi blásið dálítið af norðaustri, var hlýtt og notarlegt. Þannig fór hitinn á nokkrum stöðum í 19°C í gær suðvestatil og í dag varð hitinn hæstur 20°C á Þingvöllum. Í Reykjavík varð hitinn tæp 17 stig. Margir álíta að sumarið sé búið þegar kominn er september á almanakinu. Við hagstæð skilyrði verða dagarnir framan af mánuðinum ekkert síðri en bestu sumardagar í júlí.
Síðustu daga hefur þannig leikið um landið A- og NA-átt sem er hlý í grunninn og loftið að uppruna djúpt suðaustur af landinu. Komið yfir hálendi Íslands brotna upp ský og sólin nær að skína. Lofthitinn getur því komið stundum á óvart. Svipað á sér oft stað fyrir norðan og austan snemma haustsins þegar vindur er sunnan- eða suðvestanstæður.
Flokkur: Veðuratburðir hér og nú | Breytt 15.9.2009 kl. 14:18 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.4.): 2
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 56
- Frá upphafi: 1790204
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.