13.9.2007
Hríð fyrir norðan
Heldur er hann nú farin að dúra vestantil laust fyrir kl. fimm en á sama tíma belgir hann sig upp austanlands. Upp úr kl. þrjú fór meðalvindurinn upp í 26 m/s á Höfn í Hornafirði, en hviðurnar voru nú samt ekkert óskaplegar. Á Kjalarnesi er enn hvasst þegar þetta er ritað og voru hviður upp á 40 m/s á fjórða tímanum. Í morgun voru álíka hviður á Hraunsmúla í Staðarsveit á Snæfellsnesi og Bæjarins Besta segir frá því að nokkurt foktjón hafi orðið á Patreksfirði í gærkvöldi.
Nú um miðjan daginn vekur það ekki síst athygli mína að það er hríðarveður til landsins fyrir norðan. Þannig snjóaði kl. 15 á Mýri í Bárðardal og á Grímsstöðum á Fjöllum og skyggni var ekki nema um 1 km á báðum stöðum. Svipað var umhorfs í Mývatnssveit. Snjókoma í Mývatnssveit í september er ekki óalgeng, en á árunum 1961-1990 féll um 17% septemberúrkomunnar í Reykjahlíð við Mývatn sem snjókoma. Auðvitað eykst hlutur snjókomu eftir því sem líður á mánuðinn, en ég er viss um að Þingeyingar eru ekkert að kippa sér upp við þessa ótíð.
Ljósmynd fengin af mbl.is/Jón Sig. Blöndós og ber í snævi þakin fjöllin í dag 13. sept.
Flokkur: Veðuratburðir hér og nú | Breytt 7.9.2009 kl. 17:50 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.