17.9.2007
Hvað hefur Zimov fram að færa ?
Þetta er einkennileg frétt á mbl.is sem skilur eftir sig fleiri spurningar en svör. Hvað hefur Loðfílasaur frá forsögulegum tíma á túndrum Síberíu að segja hvað varðar loftslagsbreytingar? Ekki dugar að vitna í Reuter, því hvergi kemur fram með hvaða hætti þessi forsögulega leðja á að hafa áhrif. Manni dettur svo sem í hug metangas sem losnar úr læðingi, en varla í svo miklum mæli að svartsýnustu spár eigi eftir að blikna í samanburði við spá hins rússneska vísindamanns Sergei Zimov.
Ég bíð spenntur eftir framhaldinu því hálfkveðin vísan hér er verri en engin vísa. Verður meira á morgun ágætu Moggamenn og konur ??
Myndin er af umræddum Sergei Zimov
Loðfílasaur flýtir hlýnun jarðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Veðurfarsbreytingar | Breytt 7.9.2009 kl. 17:47 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 7
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 55
- Frá upphafi: 1788788
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já ég tók einmitt eftir þessu líka. Var alltaf að bíða eftir nánari útskýringu á því af hverju þessi miklu áhrif af umræddum saur en á endanum var auðvitað engin. Ég bíð jafn spenntur eftir framhaldinu eins og þú.
Steinn Hafliðason, 18.9.2007 kl. 00:07
Zimov þessi er nú eiginlega eins og loðfíll í framan!
Sigurður Þór Guðjónsson, 18.9.2007 kl. 00:15
Þetta er því miður bara sami einfeldningslegi ritstíllinn og oftast er á fréttum mbl.is af einhverju sem tengist vísindum. Maður fær á köflum svona kjánalega tilfinningu eins og þegar maður les leiðbeiningarnar með ódýrustu gerðinni af rafeindatækjum sem eru framleidd í Taiwan eða eitthvað og virðast hafa verið skrifaðar af einhverjum sem skilur ekki einu sinni ensku. ;)
Guðmundur Ásgeirsson, 18.9.2007 kl. 01:04
Hvað hafa menn allmennt áhyggjur af CO2 og ef einhvað þá mætti það aukast. Það er gufan í gufuhvolinu sem veldur gróðurhúsaáhrifum og mun gera áfram í milljónir ára. Bíðum róleg eftir hlýskeiði okkar sem sýnir sig þegar Vatnajökull verður aftur Klofajökull eins og hann hét á landnámsöld.
Valdimar Samúelsson, 18.9.2007 kl. 12:42
Jamm og þess vegna ættum við kannski að berjast gegn losun tvívetnisoxíðs.
Baldur Fjölnisson, 18.9.2007 kl. 23:30
Loðfílasaur: Dæmigerð blaðamanna viska.
Leifur Þorsteinsson, 19.9.2007 kl. 12:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.