Fannfergi í Austurrísku Ölpunum

stan_wi_113Ég tók sérstaklega eftir því í íþróttafréttum Sjónvarps í gær að það hlóð niður snjó í orðsins fyllstu merkingu þegar sýnt var frá að ég held fyrsta heimsbikarmóti vetrarins í Austurríki.

Veðrið í Austurríki var líka sérlega eftirtektarvert um nýliðna helgi.  Lægð sem fór til suðausturs yfir Mið-Evrópu (sem mér sýnist vera sú sama og olli sjávarflóðunum í Norðursjó) dró með sé kalt og rakt loft  yfir Þýsku og Austurrísku Alpana.  Afleiðingin var sú að sums staðar hríðaði ákaflega. Vindur var staðbundið það mikill að tjón hlaust af.  Loka þurfti vegum á meðan aðrir tepptust vegna snjóa og ófærðar.  Svo mikið var fannfergið í héraðinu Arlberg að á einu skíðasvæðanna, Langem mældist snjódýptin 112 sm eftir tveggja sólarhringa úrkomu.  Lech er sennilega þekktasti staðurinn í Arlberg og einangraðist bærinn um tíma.  Það er svo sem ekki óþekkt, en svo snemma vetrar hefur það ekki gerst frá 1974. 

Veðurfræðingar í Austurríki vilja mein að óveðrið með tilheyrandi fannfergi hafi verið svo óvenjulegt að við álíka megi búast ekki oftar en á 30-50 ára fresti um þetta leyti árs. 

Myndin er frá Arlberg, en úr safni. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert ómissandi á BLOGGINU.  Vanti mig nánari útlistingar á einhverju,viðkomandi VEÐURFRÉTTUM,þá er ég nokkrurn veginn viss um ef ég kem við hjá þér þá er það hér. Takk

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 04:18

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hvað segir þú um það Einar, sem í dag er uppástaðið á minni bloggsíðu, að veðurfræði SÉ einfaldlega kynþokkafull?! 

Sigurður Þór Guðjónsson, 13.11.2007 kl. 12:32

3 identicon

Það mætti alveg kyngja niður snjó hérna á höfuðborgarsvæðinu. Það hefur nú varla gerst í mörg ár. Man eftir smá skoti 2003 og svo í byrjun árs 2000 en lítið hefur það verið síðan þá.

Það þykir mér vera leiðinda þróun.

Einar Örn Ólafsson (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 15:37

4 Smámynd: Einar Sveinbjörnsson

Sæll Einar Örn !

Það er rétt hjá þér að síðustu snjóþyngslin á höfuðborgarsvæðinu sem eitthvað kvað að voru veturinn 2000 eða febrúar og mars það ár.  Síðan þá hefur stundum snjóað og nokkrum sigin allmiðkið í einnu t.d. í nóvember í fyrra.  En fönninn oftast látið í minni pokann fyrir hláku sem ævinlega var skammt undan.

ESv.

ps. Auðvitað er veðrið og veðurfræðin kynþokkafull Sigurður Þór !  Hvað annað ?

Einar Sveinbjörnsson, 13.11.2007 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 1788788

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband