Umferðarteppa á Stór-Reykjavíkursvæðinu í fyrramálið ?

Skil nálgast nú landið.  Það hefur verið kalt í dag og nokkurt frost.  Hlýrra loft úr suðaustri verður nokkra stund að ryðja hinu kalda í burtu.  Það má því gera ráð fyrir að í nótt verði snjómugga í Reykjavík og nokkur hríð undir morguninn.  Á þeim tímapunkti þegar flestir fara á stjá eða um og fyrir kl. 8 eru líkur til þess að farið verði að blota nærri sjávarmáli, en það gæti allt eins orðið nokkru síðar um morguninn. Eins og ævinlega mun snjóa lengur áður en slyddu og rigningar verður vart í efri byggðum, eða austurhluta Höfuðborgarsvæðisins sem liggur í um 80-120 metra hæð.

Picture 3Það verður fróðlegt að fylgjast með í fyrramálið, en líkast til eru öll tiltæk snjóhreinsunar og hálkuvarnartæki  í viðbragðsstöðu suðvestanlands og fara út um leið og hvíta efnið birtist af himnum ofan !

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyþór Árnason

Ég bíð spenntur.  Kveðja og takk fyrir góða pistla.

Eyþór Árnason, 4.12.2007 kl. 00:04

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Takk Einar.

Góð ábending til allra.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 4.12.2007 kl. 02:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 1788784

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband