24.9.2006
Óljóst og ótrúlegt skýjafyrirbæri
Jón Ingi Cæsarsson á Akureyri tók þessa ótrúlegu mynd í Mývantsveitinni 10. september undir kvöld. Það er líkt og rósrauða skýið ofantil reki niður horn. Eða hvað annað getur þetta verið? Aðrar myndir af þessu fyrirbæri útiloka að við myndina hefur verið átt, þ.e. hún er ekki "fótosjoppuð".
Til greina kemur að þetta sé rák eftir flugvél, en háskýjin á bakvið vinna gegn þeirri tilgátu því venjuleg flughæð er ofan slíkra skýja. Gæti þetta hafa verið loftsteinn, er að brenna upp á leið sinni um gufuhvolfið ? Ja hvað leggja aðrir til ? Hvað haldið þið ?
Tillögur og vangaveltur vel þegnar !
Flokkur: Fallegar myndir | Breytt 14.9.2009 kl. 15:39 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sé að gáð má greina bólstra á þessu stórmerkilega fyrirbæri, og því hallast ég að loftsteinakenningunni; að þarna sjáist ferill brennandi loftsteins. Hver sem raunin er, þá er myndin sannarlega einstæð, og vert að láta sérfræðinga leggja mat á málið.
Jón Agnar Ólason, 25.9.2006 kl. 00:34
Er þessi mynd ekki til stærri?
Þætti vænt um að komast í tæri við hana í fullri upplausn ef hægt er til að skoða þetta nánar.
alliat - at - simnet.is
Alliat (IP-tala skráð) 25.9.2006 kl. 02:53
Geimskip á hlið ?
Skemmtileg mynd og gaman væri að vita hvað þetta er :)
Ester Júlía, 25.9.2006 kl. 11:21
Jón Helgi Cæsarsson heldur úti síðu þar sem sjá má fleiri síður og myndirnar í betri upplausn. Slóðin er þessi:
http://www.flickr.com/photos/53151484@N00/247849539/
Ein þeirra sýnir í fjarska að reykurinn virðist koma frá loftfari og er hann tvískiptur í endann. Þetta gæti þó verið missýn. Þess skal geta að Jón Ingi sendi myndina á Veðurstofunna í þeim tilgangi að fá útskýringar.
ESv
Einar Sveinbjörnsson, 25.9.2006 kl. 22:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.