8.10.2006
September aldrei hlýrri í Færeyjum
Enn berast fregnir af methita í septmber. Danska Veðurstofan greinir frá því að ný met hafi verið sett á öllum veðurathugunarstöðvum í Færeyjum. Í Þórshöfn var hitinn 11,5°C sem er 2,4°C yfir meðaltalinu. Gamal metið var 11,1°C. Mælingar í Þórhöfn ná allt aftur til ársins 1890 svo þetta eru nokkrar fréttir.
Það sem meira er að september reynist vera hlýjasti mánuður sumarsins, þ.e. hlýrri en júlí og ágúst. Þó var hitastigið í báðum mánuðum vel yfir meðaltalinu.
Þessi tíðindi frá Færeyjum bætast við önnur sambærileg við N-Atlantshafið í liðnum septembermánuði og talin voru upp í pistli fyrir nokkrum dögum.
Flokkur: Utan úr heimi | Breytt 14.9.2009 kl. 15:36 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"í dag kom haustið" ... 8. október!!!! Til allrar hamingju var september framlenging á vætusamri veðurtíð. í ár.
Man þá tíð þegar fyrsti snjórinn kom í lok ágúst, seinni hluta sjötta áratugarins (e.t.v. 1967) og eflaust oftar en þá
Jóhanna Garðarsdóttir, 8.10.2006 kl. 10:47
Sæl Jóhanna !
Ef fyrst snjóaða árið 1967 eða þar um bil á hafísárunum í lok ágúst þá hlýtur það eiginlega að hafa verið á Norður- eða Norðausturlandi, varla hér sunnanlands ?
ESv
Einar Sveinbjörnsson, 8.10.2006 kl. 12:08
Ég þori ekki að fara með ártalið alveg uppá hár, en ég var stelpukrakki í Kópavogi á þessum tíma og skrifaði stóru systur minni um þessa snjókomu (sem var austur á fjörðum í síld)og var afar hneyskluð yfir þessari snjókomu, þarf ekki að hafa verið mikil bara nóg til að gera jörðina hvíta. Gæti hafa verið ´68, en var þá síldin ekki að flýa land á þeim tíma? Man vel eftir kuldaköstum árunum eftir þetta og endalausum fréttum um hafísinn við land. Var það ekki kringum ´70?
Jóhanna Garðarsdóttir, 8.10.2006 kl. 22:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.