Sé rýnt í ýmis spágögn og spáafurðir til lengri tíma, en næstu fimm daga eða svo, má hæglega draga þá ályktun að ef úr rætist verði hér kuldatíð meira og minna til 10. mars eða svo.
Í næstu viku verða ríkjandi NA-lægar áttir, þó ekki allan tímann því SV-átt kemur einnig við sögu. Loftið yfir okkur verður í kaldari kantinum og lægðir á leið til austurs fyrir sunnan og suðaustan landið. Hvasst verður suma dagana einkum undir næstu helgi. Áfram mun snjóa í flestum landshlutum, mest norðanlands og austan.
Eftir mánaðarmótin róast veðrið heldur og alvöru lægðir verða þá víðsfjarri. N-átt nánast einráð með nokkru frosti á landinu. Lítil úrkoma, nema að þurri N-átt fylgir ævinlega éljagangur eða snjómugga á norðanverðum Vestfjörðum og á annesjum norðanlands.
Vera má að ekki hláni að neinu gagni fyrr en þetta 10. til 15. mars, en fyrst þá eru einhverjar líkur til þess að mildara loft úr suðri nái til okkar.
Flokkur: Veðurspár | 24.2.2008 (breytt 26.8.2009 kl. 14:36) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.8.): 4
- Sl. sólarhring: 71
- Sl. viku: 157
- Frá upphafi: 1791225
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 136
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skoðaðu betur í spákúluna og ath hvort ekki sjáist til hlýrra loftmassa, er farin að þrá hlýnandi veður, án vætu
Unnur R. H., 24.2.2008 kl. 12:40
Þú hlýtur að vera að grínast.
Annars er allt í lagi að hafa harðan vetur ef við fáum hlýtt og gott sumar, geturðu ekki reddað því ?
Þóra Guðmundsdóttir, 24.2.2008 kl. 20:59
Við viljum fá 9 stiga maí og hitabylgjusumar!
Sigurður Þór Guðjónsson, 24.2.2008 kl. 23:20
Verrý gúdd. Ég kem til landsins á þessu tímabili. Kem með lopapeysuna!
Ólafur Þórðarson, 25.2.2008 kl. 02:45
Ég kann vel við -5°C sól og kyrrð. Endilega fá þannig veður. Mun skemmtilegra en 6 °C rok og rigningu.
Ari (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 12:24
Mikið óskaplega er maður orðinn leiður á þessum eilífu kuldum og snjó. Vildi að ég byggi á meginlandi Evrópu. Þar er miklu betra veður, en hér á landi er aldrei gott veður, veturnir eru dimmir og kaldir, sumrin eru rök og svöl. Frétti að túlipanar væru farnir að spretta í Danmörku.
Sigmundur Þorfinnsson (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 14:10
Þessi vetur hefur verið óvenjulega mildur í Evrópu. Í gær mældist hitinn 16 C° í Kraká í Póllandi þar sem meðalhitinn í Febrúar er -5 C°, það skrýtna er að í lok vikunnar er spáð þar snjókomu og -1 C°. Í Bratislava, höfuðborg Slóvakía, mældist hitinn 20 C° og í Belgrad í Serbíu mældist hitinn 24 C°, og þar er spáð bong og blíðu út alla vikuna og jafnvel lengur. Í Alicante mældist hitinn hinsvegar þetta 18-19 C°.
Sigfinnur Þorfinnsson ýjar að Danmörku. Ekki er ýkja mörg ár síðan að brum á trjám og túlípanar voru komnir á stjá í Reykjavík á þessum tíma. Í sumar rigndi upp á nánast hvern einasta dag í Köben og víða um vestan og austanverða álfuna, en hér var 1 mánaða samfelldur þurkur. Febrúar mánuður 2003 er Dönum eftirminnilegur fyrir að vera ákaflega kaldur eða -1,8 C° meðalhiti (Í Danmörku er rakara loft og því finnst kuldin mikið betur, hann þrýstist inn í skinn og bein). Í Köben er líka dimmt og hráslagalegt á veturna. Í Reykjavík mældust að jafnaði 1268 sólskinstundir á ári milli 1961 - 1990 (þessi tala hefur farið hækkandi síðustu ár), en í Köben mældust að jafnaði 1540 sólskinstundir á þessu tímabili. Meðaltal sólskinstunda í Reykjavík síðustu 10 árin er 1392 sólskinstundir, þar sem árið 2005 var sólríkast með 1548 sólskinstundir.
Í júlí er 5,2 C° munur á meðalhita (Köben 16,5 C°, Reykjavík 11,3 C°) og í Janúar er 0,5 C° munur á meðalhita (Köben 0 C°, Reykjavík -0,5 C°).
Mér finnst veðurfarið hér á Íslandi, sérstaklega á Suðurlandinu, ekki fá rétta umfjöllun. Suðurhluti Íslands tilheyrir tempraða beltinu. Við Íslendingar höfum gert svolítið að því að rakka veðrið hérna niður. Það er ekki svo slæmt eftir allt saman.
Heimildir: www.dmi.dk, www.vedur.is, www.weather.com
Jóhann Grétar Kröyer Gizurarson (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 00:36
Góð greinargerð hjá Jóhanni Kröyer um veðurfarið, ég er bara ekki sammála honum um sólríkt ár árið 2005.
Hef heyrt af "íslensku sumarveðri" í London í allan vetur með hitastigum frá 11-15 gráðum.
Það er rétt hjá Jóhanni, við fengum 1 mánaðar samfelldan þurrk í sumar gegn 5 mánaðar samfelldri vætutíð, sem leyst var að kuldakasti sem enn stendur yfir og útlit er fyrir að standi yfir nokkrar vikur í viðbót.
Ef ekki væri fyrir alla þessa vinda og hvassviðri sem hér eru ansi oft, væri veðrið hér nokkuð þolanlegt.
Sigfinnur Þorfinnsson (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 08:56
En hvernig er hægviðri og 5 stiga hiti um hávetur eins og oft hefur verið síðustu ár? Það er ekki alltaf rok og rigning í hlýindum og því um síður allt logn og sól í miklum kuldum að vetrarlagi.
Sigurður Þór Guðjónsson, 26.2.2008 kl. 17:11
Það er svo alger þvæla að hér á landi sé aldrei gott veður. Hins vegar er ótrúlegur munur á veðurfarinu síðustu ár heldur en var fyrir svona 30 árum. Munurinn er alveg gríðarlegur, ekki aðeins í tölum heldur í upplifun fólksins. Munurinn var líka mikill á veðrinu fyrir 30 árum og eins og það var 30-40 árum þar á undan. Þeir sem muna veður stundinni lengur, t.d. bændur, þekkja vel þennan mun á milli tímabila.
Sigurður Þór Guðjónsson, 26.2.2008 kl. 17:14
Sæll þorfinnur.
Skv. veðurgögnum veðurstofunnar var 2005 sólríkast. Auk þess má bæta því við að Kaupmannahöfn er líka rokrassgat, sem og margir staðir á Bretlandseyjum, enda úthafsveður ríkjandi á mörgum stöðum, á norðurhluta Englands og í Skotlandi.
Alvöru sumur koma sunnar í álfunni, Ítalía, Suður-Frakkland og Spánn, eru "the place" ef mönnum þykir skemmtilegt að spóka sig í 30-35 C°, á suðaustur Spáni má heita að sé samfelldur þurrkur frá júní-ágúst. Auk þess eru næturnar hlýjar.
Á Norðurlöndunum og í Mið-Evrópu þarf yfirleitt alltaf að fara í peysu og hlýrri fatnað.
Jóhann Grétar Kröyer Gizurarson (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 20:06
Hér í Hollandi hefur verið vorblíða í undanfarið. Það er varla hægt að tala um vetur. Nú, á föstudagskvöldi, er þó skítkalt, rok og rigning.
Villi Asgeirsson, 29.2.2008 kl. 21:57