Snemmbúin snjókoma í Bandaríkjunum

Veðurkort í Norður-Ameríku 13. okt. kl.12

Kuldinn úr norðri austarlega í N-Ameríku virðist vera afar óvenjulegur eins og fram kemur í fréttinni á mbl.is.  Það hefur aldrei frá upphafi snjóað jafn snemma og nú í Detroid sem og í Chicago.  Og eins og fram kemur aldrei snjóað jafnmikið í Buffalo "efst uppi í horni" New York ríkis.

Eins og sést á veðurkortinu sem gildir fyrir hádegi í dag (spákort frá Washington +6t) er mikið lágþrýstisvæði með miðju nærri Superiorvatni.  Blái liturinn er til marks um kulda í háloftunum.  lægðin hefur beins köldu lofti til suðurs og hefur náð að frysta allt frá Coloradofylki vestur til Pennsilvaniu skv frétt af vef BBC.

Kuldakastið virðist hafa komið mönnum, hjafnt almenningi sem veðurfræðingum nokkuð í opna skjöldu ef marka má fréttina á BBC og spáð er köldu veðri, með snjókomu við Vötnin miklu fram á morgundaginn, en eftir það gefur lægðin sig.

Þetta óvænta kuldakast er ekki talið vera forboði fyrir kaldan og snjóþungan vetur þarna vesturfrá, en langtímaspá NOAA geri ráð fyrir mildari veðurfari en vant er í stærstum hluta Bandaríkjanna.  En væntanlea hefur gleymst að taka með í reikninginn að dagurinn í dag er föstudagurinn 13. október !!!


mbl.is Fjöldi fólks rafmagnslaus vegna mikillar snjókomu í New York ríki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband