25.10.2006
Skandínavar búa sig undir óveður
Norðmenn og Svíar búa sig nú undir fyrsta hauststorminn eins og þeir kalla hann. Vaxandi lægð er þegar þetta er skrifað suður af Írlandi og er henni spáð yfir Danmörku á morgun og áfram yfir Mið-Svíþóð annað kvöld. Þeta virðist vera hálfgerður skaðræðisgripur. Grípum niður í frásagnir Svía:
"Ett djupt lågtryck förväntas komma in över Skandinavien under torsdag kväll och det kan ge ett besvärligt väderläge med stora nederbördsmängder och tilltagande vindar."
Þýðing; Spáð er djúpri lægð yfir Skandinavíu á fimmtudagskvöld og lægðin getu orsakað óveður með mikilli úrkomu og vaxandi vindi.
Svíar hafa líka áhyggjur af leysinugu því undanfarna daga hefur snjóað mikið í Norður- og Miðsvíþjóð og sums staðar hefur ekki verið þetta mikill snjór í október allt frá því 1992.
Í Noregi er í gildi viðvörum um mikla úrkomu á morgun fimmtudag í Suðausturhluta landsins. Í fylkinu Vestur-Ögðum syðst (austanntil) er spáð allt að 70 mm sólarhringsúrkomu. Sjálfboðaliðar eru hvatti til þess að setja út úrkomumæla sína til að bera saman við mælanet met.no (norska veðurstofan). Þetta ákall kemur í kjölfar viku í september þar sem ríkisfjölmiðlarnir voru svo að segja lagðir undir fréttir og fræðslu af flestu því sem snertir veður. Leiðbeiningar til sjálfboðaliða í úrkomumælingum eru nákvæmlega útlistaðar.
Danir eru öllu rólegri í tíðinni. Engar sérstakar umfjallanir eru á síður dönsku veðurstofunnar en vissulega er spáð 17 m/s almennt á landinu á morgun og talað um í spá naðanmáls að vindur geti náð stormstyri um tíma á morgun.
Við fylgjumst með þessum haustraunum frænda vorra !!
Flokkur: Utan úr heimi | Breytt 14.9.2009 kl. 15:26 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvernig væri, Einar, að beita sér fyrir samskonar umfjöllun um veður og sjálfboðaliðakennslu í íslenskum ríkisfjölmiðlum? Íslendingar ættu að vera álíka spenntir fyrir veðrinu og Norðmenn. Sem kennari í JAR213 í framhaldsskóla hef ég tekið eftir að krakkar virðast hafa takmarkað vit á einföldustu veðurfyrirbærum nú um stundir. Veðurfréttir í sjónvarpi eru einnig alltof "popúlíséraðar" fyrir minn smekk.
Þorbjörn Rúnarsson (IP-tala skráð) 26.10.2006 kl. 08:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.