Gordon Brown vill Al Gore sem sérstakan ráðgjafa í loftslagsmálum

Sir Nicholas Stern

Skýrsla hagfræðingsins Sir Nicholas Stern er í fréttunum í morgun.  Tony Blair og Gordon Brown fylgdu þessari herhvöt hagfræðingsins fræga um að ekki verði lengur til setunnar boðið.  Í frétt á SKY-news í morgun kemur fram að Gordon Brown hefði tilnefnt Al Gore sem sérstakan ráðgjafa stjórnvalda eða öllu heldur heimsbyggðarinnar allrar í loftslagsmálum.

Fyrir utan útlistanir Stern á því hve mikið sparast grípi heimsbyggðin nú þegar til raunhæfra aðgerða til að stemma stigu við losun gróðurhúsaáhrifa er þarna fátt nýtt á ferðinni.  Og þó, því breskir ráðmenn vilja vinna að því innan Evrópusambandsins að vinna af alvöru í því að ná markmiði um 30% minnkun til 2020 og 60% til ársins 2050.  Jafnframt sé slíkt markmið gagnlaust nema að það nái til allrar heimsbyggðarinnar.  Umræðan í Englandi virðist einnig vera að fara í það far að ræða um græna samgönguskatta og nauðsyn þess að koma á sérstökum CO2 skatti á flugsamgöngur.  Nefnd er upphæðin 5 pund á hverja ferð í því sambandi.

Tengill á frétt BBC í heild sinni.


mbl.is Loftslagsbreytingar gætu reynst kostnaðarsamar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband