24.4.2008
Veit þá á vont sumar ?
Í fyrra fraus glæsilega saman um nánast allt land og allir muna hvernig fór með sumarið í fyrra, sem þótti af miklum gæðum nema síst þó suðaustan- og austanlands. Þá var ég staddur á Akureyri (rétt eins og nú á Andrésar Andar leikunum) og gerði föl yfir að morgni sumardagsins fyrsta.
Nú náði hins vegar óvíða að frjósa saman. Þó bílar hafi verið hélaðir hér á Akureyri snemma í morgun benda mælingar til þess að ekki hafi fryst í 2 m hæð. En eigum við þá í vændum afleitt sumar ? Varla út frá þessu, en þjóðtrúin lifir góðu lífi.
Í fyrra urðu dálitlar umræður um þessar "kerlingarbækur" eins og það var orðað hér á veðurblogginu og lét ég þá fylgja eftirfarandi athugasemd:
Íslenska veðurtrúin er í mörgum tilvikum ævagömul og tilorðin vegna erfiðra búsetuskilyrða í landinu þar sem breytilegt veðurfarið lék stórt hlutverk í afkomu fólksins. Ég kalla þetta menningarveðurfræði. Hún er hluti okkar þjóðlega arfi fyrir tíma allra vísindalegra veðurspáa. Við eigum alls ekki að leggjast í nákvæman tölfræðilegan samburð. Hann þjónar engum tilgangi. Höldum frekar þessum bráðskemmtilegu alþýðuvísindum og þjóðtrú á lofti. Síðan ræður hver og einn hvert forspárgildið sé, t.a.m. þegar vetur og sumar frjósa saman, eins og nú er raunin.
Annars mjög fín samantekt í frétt mbl.is
Myndin er frá Akureyri að morgni fyrsta sumardags í fyrra.
Vor í lofti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Veðuratburðir hér og nú | Breytt 26.8.2009 kl. 14:26 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 8
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 58
- Frá upphafi: 1788776
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 54
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála þér Einar. Við megum ekki kasta þeirri menningu á glæ sem fellst í þjóðtrúnni. - Ég ætla að minnsta kosti að halda mig við þjóðtrúnna núna og spá góðu sumri hér nyrðra. - Gleðilegt sumar!
Haraldur Bjarnason, 24.4.2008 kl. 08:27
Ekki er sama að halda upp á þjóðtrúna og að taka mark á henni. Það sem mér finnst svo skrýtið og kemur fram hvern fyrsta sumardag er að það er eins og furðu margir taki raunverulega mark á henni. Frá 1949 hafa allir vetur og sumur nema 6 frosið saman einhvers staðar á landinu. Voru þá öll sumur vond nema þessi sex?
Sigurður Þór Guðjónsson, 24.4.2008 kl. 10:10
Sæll Einar. Ég eins og flestir Íslendingar er "veðuráhugamaður" Enda á ég töluvert undir því ég er bóndi. Það fraus saman hjá mér í nótt. Reyndar var bara smá skæni á pollunum en það dugar mér alveg. Hefur það eitthvað verið kannað á vísindalegan hátt hvort þetta hafi eitthvað spádómsgildi ?
Skákfélagið Goðinn, 24.4.2008 kl. 20:48
Það þarf enga vísindamenn til að vita að þetta hefur ekkert spádómsgildi. Bara vitneskju um staðreyndir. Sex sinnum frá 1949 hefur sumar og vetur ekki frosið saman. Það ætti að þýða að aðeins hafi verið sex sumur góð á landsvísu. Þetta tal á hvejrum einasta fyrsta sumardegi er orðið ansi þreytandi. Alltaf það sama aftur og aftur. Afskaið þetta fer í mínar fínustu.
Sigurður Þór Guðjónsson, 25.4.2008 kl. 18:40
Varðandi þá athugasemd þína, Einar, að sennilega hafi ekki verið frost í tveggja metra hæð á Akureyri finnst mér líklegra að veðurfræði alþýðunnar hafi miðað við sýnileg og áþreifanleg merki um frost svo sem hrím á gluggum og skæni á pollum. É ger sammála þér um það að við eigum ekkert að vera að spilla þessu með of mikilli tölfræði.
Jóhann Gunnarsson (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 09:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.