Fannfergi eftir miðjan apríl

Ólafsfjörður 17. apríl 2006 kl. 11:00

Í dag 17. apríl var mæld mest snjódýpt í Kálfsárkoti, sem er bær í Ólafsfirði.  Uppgefin snjódýpt þar var í morgun heilir 95 sm. Snjódýptarkort má sjá á síðu á Veðurstofunni.

  http://www.vedur.is/athuganir/urkoma/snj0.html?

Ég veit sjálfur að þetta eru engar ýkjur, því ég hef dvalið í þessum ágæta kaupstað við skíðaiðkun síðustu vikuna.  Verulegur snjór var fyrir, en frá því aðfararnótt páksadags hefur snjóað nær látlaust í hægum vindi.  Og þegar þetta er skrifað snjóar enn.  Alls hefur úrkoman í sjálfvirkum mæli á flugvellinum Ólafsfirði mælst frá því á laugardagskvöldið um 50 mm eins og sjá má á eftirfarandi riti:

Meðfylgjandi mynd sýnir síðan snjóalög á milli húsa í Ólafsfirði í morgun.  Hitinn var rétt ofan frostmarks og rann stöðugt af þökum húsanna.

Útlit er fyrir að þessi snjór haldist næstu daga og bæti jafnvel í, þar sem ekki er spáð neinni hláku sem kveður að og síðan aftur N-lægri átt um næstu helgi.  Ólafsfirðingar kippa sér ekki upp við fannfergið enda oft séð það svartara eða öllu heldur hvítara, jafnvel nú þegar afar skammt er til sumardagsins fyrsta. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Rabbar ! Kuldapollurinn sem þú átt við er væntanlega háloftkuldpollurinn. Fram yfir miðjan janúar eða svo hélt hann sig á eðlilegum slóðum eða hér um bil, þ.e. vestur af Grænlandi með tiheyrandi vetrarveðráttu hérlendis. Eftir það var hann hins vegar víðfjarri yfir Síberíu og Alaska. Þá átti hlýrra loft greiðari leið hingað norður eftir. Það sem af er apríl hefur ástandið hins vegar aftru verið eðlilegra, meginpollurinn norður og norðvesturundan. Enda aftur tíðari N-átt og kaldir dagar inn á milli. Hvað varðar hitt atriðið sem þú nefnir, þ.e. Rökkvun jarðar (global dimming) er það að segja að mjög líkega hefur minnkandi ingeislun sólar vegna mengunar mannsins dregið úr hraða gróðurhúsaáhrifanna. Tilvísun þín er í síðu bbc um athyglisverðan sjónvarpsþátt um þetta fyrirbæri, en hann var sýndur á RÚV sl. haust. Rökkvunin sem sl. árutugi var einkum tengd Evrópu og N-ameríku hefur þar minnkað, en að sama skapi aukist mikið yfir Asíu. Brennsla kola og annars ófullkomnins jarðefnaeldneytis á verulegan þátt rökkvuninni. Í þættinum færðu vísindamenn fyrir því rök að í heild sinni hefði dregið úr rökkvun jarðar og gæti skýrt þá hlýnun sem fáir efast um að hafi orðið við yfirborð jarðar síðasta áratuginn eða svo.

esv (IP-tala skráð) 18.4.2006 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband