Havana sleppur merkilega vel við fellibyli - en þó ekki alltaf !

Havana 9.septFellibylurinn IKE olli tjóni á Havana höfuðborg Kúbu í gærkvöldi.  Borgin var rýmd og menn óttuðust sérstaklega að sögufrægar byggingar elsta bæjarhlutans færi ekki varhluta af veðurhamnum. Ekki eru öll kurl komin  til grafar  í þeim  efnum þegar þetta er skrifað.

Annars er það nokkuð merkilegt hvað Havana hefur sloppið vel í gegnum tíðina þegar Atlantshafsfellibylir eru annars vegar, svona miðað við marga aðra staði í Karabíahafinu.  Þeir hitabeltisstormar og fyllibylir sem á annað borð berast inn í Mexíkóflóa fara óhjákvæmilega um Kúbu með einhverjum hætti.  Suðurströndin verður þá mun verr fyrir barðinu og segja má að Havana norðantil á Kúbu liggi þá í vari.  Ef fellibylir fara yfir eyjuna fara þeir þar með yfir land áður en þeir ná Havana.  Þetta átti við að nokkru leyti um IKE, en miðjan fór kannski meira eftir eyjunni endilangri.

cuba.havanaÞað er helst þegar leið fellibyls liggur um Flórídasund og hann jafnframt hægir á sér að tekur snúning við Kúbu sem sem höfuðborgarbúar þurfa í raun að óttast veðurhaminn fyrir alvöru.  

Dennis 2005Síðast var DENNIS að verki árið 2005 snemma sumars (9. júlí) og þá náði 3 metra háar öldurnar að pusa sjó yfir flóðvarnargarðana og talið var að yfir 5.000 hús hafi orðið fyrir einhverjum skemmdum.  Fara þarf langt aftur til að verulegt manntjón og eingatjón hafi orðið af völdum fellibyls í Havana.  1926, 1880 og 1870 fórust frá nokkrum tugum upp í nokkur hundruð manna þegar sjórinn kom æðandi af hafi og höfum það hugfast að engar voru viðvaranirnar á þessum tíma.   

"The great storm of 1846" var hins vegar einn þessa fellibylja sem rækilega náði að skrá sig í sögubækurnar og verður honum gerð nokkur skil hér á eftir.

Fellibylur þessi olli miklu tjóni í Havana. Á þessum árum var borgin miðstöð fjölþjóðlegra verslunar og flutninga með allskyns varning, s.s. sykur og romm að ógleymdri þrælaversluninni, sem reyndar var þegar þarna var komið við sögu að líða undir lok. Fellibylurinn kom seint á tímabilinu eða 11. október. yfir 30 skip og bátar í höfninni sukku þegar veðurhamurinn gekk yfir og  nær öll hús í borginni urðu fyrir skemmdum.  Manntjón var einnig nokkurt en þó minna en búast hefði mátt við.  Talið er að um 140 manns hafi látið lífið.  Ef til vill hafa sæfarendur náð að flytja fréttir af óveðrinu úti fyrir og borgarbúar því haft einhvern fyrirboða og forðað því enn meira manntjóni.

Picture 18Í höfninni í Havana lá tvímastra skonnortan  "Hreindýrið"  við festar og var hún búinn kvikasilfursloftvog Sú sýndi 938 hPa.  Lengi vel voru á sveimi lægri þrýstitölur sem áttu að hafa mælst í höfninni, en veður"sagnfræðingar" hafa hrakið þær.  Miðað við eyðilegginguna og árifin syðst á Flórída er talið nær öruggt að fellibylurinn hafi verið stór 4. stigs eða 5. stigs fellibylur.  Tjónið varð víðtækt því eftir að hafa farið hamförum á Kúpu tók bylurinn stefnuna til norðausturs þvert yfir austurhluta Bandaríkjanna og á Nýja-Englandi blésu tré um koll og tilfinnanleg flóð urðu í ám. Myndin sýnir áætlaðan feril veður"sagnfræðinganna" um Bandaríkin. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband