18.4.2006
Ísland úr 900 km hæð eftir hádegi í dag
Þessi fína tunglmynd sem tekin var kl. 13:55 sýnir landið nánast í held sinni. Sjá má að stærstur hluti þess er snævi þakinn. Þó eru snjólítil svæði greinileg suðvestanlands. Hafísjaðarinn er einnig vel sjáanlegur á milli Vestfjarða og Grænlands. Úti af Suðausturlandi er greinilegur dálítill "skýjasnúður". Hann mun færast í aukana og af hans völdum er spáð er slyddu eða rigningu suðaustanlands, einkum í nótt og fyrramálið.
Flokkur: Fallegar myndir | Breytt 21.9.2009 kl. 11:05 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Norðanáttinn heldur ísnum frá landi og sérstaklega ef hann er norðaustlægur á milli Íslands og Grænlands. Það vegna þess að ísinn berst um 30 gráður til hægri undan vindstefnunni. Vegna þessa getur myndast stífla í langvarandi SV-átt. Eftir slíkan kafla, 4-5 vikur eða svo er stutt í að hafísinn komi að Íslandsströndum.
Þannig stóð á ískomunni í fyrravetur.
Einar Sv
Einar Sveinbjörnsson, 18.4.2006 kl. 16:48
Er eitthvað farið að hlýna í NA-verðri Ameríku? Mér finnst óþægilegur þessi norðanþræsingur. Farfuglarnir komast varla til okkar!
Kv. SGT
Sigurður G. Tómasson, 18.4.2006 kl. 17:18
Sigurður !
Ekki bólar á miklum hlýindum í NA-verðri Ameríku. Ef við drögum línu meðfram 45N um Nova Scotia og áfram vestur yfir Vötnin miklu að þá ríkir norðan hennar enn vetur með hita nærri frosmarki. Sunnan hennar er frekar svalt og þannig var ekki nema 11 stiga hiti kl. 12 gmt í New York. Fara þarf alveg suður í Georgífylki til að finna sæmileg vorhlýindi þarna vesturfrá. Fyrr en síðar ryðst hlýrra loft norður með austurströnd Ameríku sem boðaði þar með vorið þar vestra. Hins vegar er ekki að sjá að af því verði næstu 5-7 dagana eða svo.
Einar Sv
Einar Sveinbjörnsson, 18.4.2006 kl. 19:01
Ég bý í suð-vestanverðu Connecticut fylki, eða um 45 mínútna keyrslu frá New York borg og hér er vorið komið í fullan gang. Allt er að springa út og í dag (þriðjudaginn 18 apríl) er mjög fallegt veður, glampandi sól og um 65 til 68 stiga hiti á farenheit (um það bil 18 á celsíus) og spáð hlýnandi veðri framundan.
Inga Thorsson (IP-tala skráð) 18.4.2006 kl. 20:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.