27.9.2008
Skaflar fyrir norðan
Akureyringar eiga líka sinn skafl sem fylgst er með sumar hvert. Jón Ingi Cæsarsson er mikilvirkur ljósmyndari sem fangar umhverfi sitt í Eyjafirði á listilegan hátt. 24. ágúst sl. vakti hann athygli á fönnunum í Hlíðarskál ofan Akureyrar í bloggi sínu. Þá stóð m.a.:
Eitt að þeim sérkennum sem sett hafa svip á nágrenni Akureyrar eru fannirnar í Hlíðarskál og öðrum giljum og skálum í vesturfjöllunum og fjöllunum í Glerárdal. Þessar fannir hafa látið stórlega á sjá síðustu ár og það má segja að þessi þróun hafi hafist fyrir alvöru um 1996. Þá voru óvenju miklir hitar í september og þá sá ég í fyrsta sinn rofna tengingar milli fannanna".
Fyrri myndin var tekin í byrjun september 1990 og sú síðari 22. ágúst sl. Veturinn 1990 var vissulega með þeim snjóþyngri og sumarið ekkert sérstakt svona hitalega séð og því ekki furða þó snjór hafi setið eftir í lok sumars á hæstu fjöllum. Fyrir rúmum mánuði síðan voru snjófyrningarnar þá þegar orðnar heldur ræfilslegar. Síðan þá hefur verið hálfgerð sumarveðrátta norðanlands. Meðalhitinn í september þar til í fyrradag (1. - 25. sept) reyndist heilar 10.6°C á Akureyri og ljóst má vera að fannir hafa enn frekar látið á sjá. Hér með er skorað að Jón Inga að koma á fram færi nýrri mynd af sköflunum í Hlíðarskál, ef þeir yfirhöfuð eru þarna enn til staðar !
En það er fleira sem hefur horfið en snjórinn. Gula Ladan í forgrunni frá 1990 er áreiðanlega ekki á sínum stað enn í dag.
Flokkur: Veðurfar á Íslandi | Breytt 26.8.2009 kl. 14:02 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 7
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 55
- Frá upphafi: 1788788
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jón Ingi gæti verið orðinn of seinn þetta árið, því snjóföl er komið í Hlíðarfjall svo gömul fönn og ný rennur saman. Annars hlýtur leysing að hafa verið nokkur framyfir miðjan mánuð, eins og mórauð og bólgin Gleráin hefur borið vitni um. Hitin hefur verið góður hér á láglendi, og þar sem lengstaf hefur verið strekkingur af S og SV má gera ráð fyrir að líka hafi verið hlýtt á fjöllum.
Áskell Örn Kárason (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 08:57
Sælir félagar... Nei ég varð ekki of seinn... tók myndir daginn áður en snjóaði alvarlega. Ég missti aðeins snjó á svæðið en hann var nánast horfinn þannig að vel sést hvað fór í ár þegar ég tók myndir síðasta fimmtudag. Set þetta inn alveg á næstunni
Jón Ingi Cæsarsson, 30.9.2008 kl. 00:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.