30.9.2008
Ný mynd úr Hlíðarskál ofan Akureyrar
Jón Ingi Cæsarsson á Akureyri, varð við áskorun og náði nýrri mynd af Hlíðarskál og er mynd hans birt hér til glöggvunar og lesa má hans áhugaverðu útlistanir hér. Fyrir ókunnuga er þess skál þar sem jökulfönn situr fram á haust ofan og sunnan við bæinn, en lengst til hægri á myndinni (sést ef hún er stækkuð) glittir í skíðasvæðið í Hlíðarfjalli.
Nú kólnar og sumarleysingum er hér með lokið. Jón Ingi náði því að fanga á mynd jökulfannirnar eins og þær urðu minnstar þetta sumarið. Veðurfarið í sumar hefur farið illa með þessar fannir sem og annað sísnævi í háum fjöllunum á milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar. Þó nokkuð hefur tekið upp af gömlu hjarni, jafnvel áratuga gömlu. Og þá er það stóra spurningin; hafa fyrningarnar í Hlíðarskál nokkurn tíma verið minni svo einhver muni ? Helst væri að vænta einhvers álíka á árunum um 1940, t.d. 1939 eða 1943. Ólíklegt er að góðar myndir til samanburðar séu þó til og því þarf að styðjast við minni elstu manna.
Meginflokkur: Fallegar myndir | Aukaflokkur: Veðurfar á Íslandi | Breytt 26.8.2009 kl. 14:00 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 7
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 55
- Frá upphafi: 1788788
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessi mynd sýnir að vísu ekki ástandið eins og það var í skálinni áður en tók að kólna og élja til fjalla. Ég hef ekki séð slitna jafnmikið milli fannarinnar láréttu efst og skaflsins lóðrétta fyrir neðan. Jónas Traustason á Eimskip, sem ég leigði lengi hjá og keypti síðan íbúðina af, kom mér upp á að fylgjast með skálinni. Hann sagði að það hefði ekki slitnað á milli í gilinu í skálinni síðan 1940. Nú í sumar slitnaði hins vegar fjórða árið í röð og bilið varð lengra en ég hef áður séð. Ég tók ekki mynd af því, því miður.
Sverir Páll (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 23:57
Sverrir.. það er mynd af því á síðunni minni ... tekin daginn áður en snjóaði. Slóðin að því er grein Einars hér að ofan.
Jón Ingi Cæsarsson, 5.10.2008 kl. 09:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.