Mikilvæg rannsókn í loftslagmálunum.

img650x367.jpgFjölmargar rannsóknir undir flaggi loftslagsfræðanna fara nú fram um um allan heim. Þær eru margvíslegar, snúa að sjálfu loftslaginu sem og afleiðingum á náttúru og  samfélög. 

Eins sú skondnasta sem ég hef fregnað af, er rannsókn sem lýtur að losun metangass í landbúnaði.  Eins og kunnugt er og hér hefur áður verið gert að umtalsefni, er metangas skæð gróðurhúsalofttegund og u.þ.b. 20 sinnum virkari en samsvarandi magn af koltvísýringi.  Uppsprettur metangass eru einkum frá ræktarlandi, sér í lagi frá hrísgrjónarækt, en  einnig  losnar metangas í miklum mæli við búfjárhald. Aukning í styrk metans í andrúmslofti er löngu hafin og í raun allt frá því að maðurinn fór að yrkja jörðina, þó svo að aukningin sé meiri nú en fyrr á öldum samfara fjölgun mannkyns.

Hingað til hafa menn álitið að losun metangass frá búfé eigi sér einkum stað með freti, enda myndast gastegundin við meltingu fæðu. Norsk rannsókn sem nú á sér stað við hinn merka Landbúnaðarháskóla á Ási í Noregi leiðir hins vegar annað í ljós.  Megnið af metangaslosuninni á sér stað við ropa, en aðeins 1 % kemur með prumpi í það minnsta jórturdýra. Þetta skiptir auðvitað höfuðmáli og ljóst að kýr og kindur hafa verið beittar rangri sök í áravís.  Gott fyrir okkur að vita að fretið er skaðlaust með öllu, en ropinn hins vegar baneitraður loftslaginu til lengri tíma séð. 

Á myndinni má sjá norskt tilraunadýr með þar til gerða grímu og loftsslöngur sem safna sýnum til efnagreiningar.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 

Helga Kristjánsdóttir, 14.10.2008 kl. 02:02

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Svona fara menn að í henni Argentínu til að fanga hið stórvarasama metangas úr beljuprumpi. Sjá hér.

 Researchers from Argentina were surprised to find that a single 550-kg cow produces between 800 to 1000 liters of emissions each day. (Reuters)

Ágúst H Bjarnason, 15.10.2008 kl. 19:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 1788788

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband