Meira af Dónárflóðum

Veðurkort 20.apríl (GFS)

Í kvöldfréttum RÚV kom fram í gær að flóðin í Dóná væru búin að ná hámarki í Rúmeníu og Serbíu, en tekið hefur marga daga fyrir leysingavatnið úr Austurrísku Ölpunum og Suður-Þýskalandi að ná þangað. Vitanlega er einnig vatn á ferðinni úr heimfjöllum Serbíu og Rúmeníu. Í fréttinni kom þetta fram:  

"Yfirvöld í Serbíu telja hættu á frekari flóðum vegna leysinga í lok maí eða byrjun júní, því óvenju mikið hafi snjóað í fjöllum í vetur eða um fjórðungi meira en í meðallagi. Ekki er þó talið að þau flóð verði eins mikil og nú."

Reyndin er sú að fjallaleysingin er löngu hafin, þó snjór í efstu toppum bráðni ekki fyrr en í sumar. Veðurkortið hér sýnir í hitann í um 1200-1400 m. hæð.  Þar má sjá að í Alpalöndunum og fjallendi Balkanskaga að hitinn í þessara hæð er um 5°C og við þau skilyrði bráðnar snjórinn vitanlega ekki síst ef eitthvað blæs þessu samfara.

En heimild fréttastofu RUV er Serbnesk fréttastofa og auðvitað þekkja þeir sína staðhætti vel. Gott var hjá RUV að afla frétta af þessum málum beint frá heimalandinu í stað þess að styðjast við stóru fréttaveiturnar sem flytja allt of oft flatar fréttir af áhugaverðum málum sem hljóma eins á öllum íslensku miðlunum.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 1788789

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband