Haust í Nýja Englandi

98547460_11208403dfÉg hef dvalið frá því fyrir helgi skammt frá New York borg í himnesku haustveðri.  Í þessum heimshluta eru skil á milli árstíða skýrari en við eigum að venjast.  Gestgjafar mínir segja að sumarhiti hafi ríkt fram undir mánðarmótin sept/okt, þá kólnað lítillega, en þessa síðustu daga orðið enn svalara og innfæddir dregið fram úlpurnar.

Í miðju laufskógabeltinu sem liggur þvert í gegn um N-Ameríku er haustlitadýrðin nánast ólýsanleg, en mest ber á hlyninum.  Lauf hans er þó ekki enn orðið alveg rautt á mínum slóðum, og sennilega ein til tvær vikur í það að haustlitadýrðin nái hámarki.  Hér er tengill á sniðugt "haustlitakort" fyrir Nýja England sem heimamenn geta notfært sér.  Lauftréin eru aðlöguð birtustýrð að mestu og því er lítill breytileiki í lauffallinu á milli ára. Með öðrum orðum hefur haustveðráttan lítið með tímasetningu haustlita og lauffalls að gera.

N-áttin sem hér hefur verið síðustu daga, líkist mjög þeirri sömu á Íslandi, þ.e. sunnanlands.  Loftið er þurrt og ekki ókunnuglegt.  Hér er hinsvegar landmassinn í norðri nánast óendalegur og fer kólnandi mjög hratt upp frá þessu.  Ef vindur stendur af landi í ríkjunum í norðaustri við landamæri Kanada má gera ráð fyrir alvöru vetrarveðráttu fljótlega í nóvember, en suðaustanvindurinn af Atlantshafinu ber hins mega með sér hlýtt og rakt loft, rétt eins og á sunnanverðu Íslandi.  En lengra nær samanburðurinn fyrri þessi tvö ólíku landsvæði ekki.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Haustin hér eru þau fallegustu sem ég hef séð á minni ævi og ávalt gott veður, þó að það sé nú ekki hægt að segja það sama um daginn í dag og hugsaði ég með mér hvort að við værum með þetta veður sem væri væntanlegt til ykkar á morgun, rigning og rok hér.  En á morgun er nýr dagur með sól en nú er samt farið að kólna hér.  Eitt sem Kananum þykir skrítið  og það er að það er virkilega kaldara hér en á Íslandi yfir vetratímann, allavega hér í Boston.

Kveðja frá Boston

Inga

Inga í Boston (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 1790204

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband