23.10.2008
Lægðin er foráttudjúp
Á þessu vinnukorti veðurfræðinga frá því kl. 18 má sjá að lægðin er greind (með tölvuforriti) um 944 eða 943 hPa djúp úti af Húnaflóa. Sjá má á vefsíðu hjá Veðurstofunni hvernig hún barst fyrr í dag til norðurs, en hefur eftir því sem á daginn hefur liðið færst til vesturs. Ætla má að lægðin sé um þetta leyti að ná hámarskdýpt og fari að grynnast úr þessu. Ferillinn er hringlaga og jafnvel spírallaga. Hvað úr hverju fer miðjan að halda til suðvesturs og siðar suðurs.
Versti veðurhamurinn er fyrir vestan lægðarmiðjuna og þar er líka mesta ofankoman, s.s. eins verið hefur síðustu klukkustundirnar víðast á Vestfjörðum. Alveg næst miðjunni er veður hins vegar skaplegra, alla vega hvað veðurhæðina áhrærir. Því mun veðrið lagast mjög á Vestfjörðum fari miðjan þar yfir síðar í kvöld, en síður á meðan hún heldur sig á Húnaflóanum.
Mikið er á bæta í vind (NV átt) á Snæfellsnesi þegar þetta er skrifað laust fyrir kl. 19 og við Faxaflóa og á Reykjanesi rýkur hann upp um k. 21 til 22 og verður hvasst með hryðjum fram undir morgunn.
Það er heppilegt við Faxaflóann að smástreymt er um þessar mundir, en í V og NV -áttinni verður engu að síður þó nokkur sjógangur nærri flóðinu um og eftir kl. 01 í nótt.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kröpp kreppulægð
Hólmdís Hjartardóttir, 23.10.2008 kl. 19:07
Er þetta dýpsta lægðin í ár eða voru lægðirnar sem ollu ofsaveðrunum í fyrravetur dýpri?
Gylfi Björgvinsson, 23.10.2008 kl. 19:39
Veitt því athygli áðan þegar ég fór út í höfn á flóðinu - háflóð hér var kl. 18:19 - að flóðhæðin var nokkru hærri núna en hún var í síðasta stórstreymi. Þó er smástreymt núna. Loftvog stendur hér í 963 hPa, þannig að það skýrir sjávarstöðuna. Það myndi þýða hér á Sauðárkróki að á morgunflóðinu í fyrramálið um kl. 06:58 verður trúlega ansi mikill álandsvindur og því má gera ráð fyrir ef loftþrýstingur hefur ekki hækkað að ráði, að búast megi við erfiðleikum af þessum sökum.
Þorkell Guðbrandsson (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 20:15
Sæll Einar.
Geta þessar tölur um vindhraða staðist?!!! http://www.vedur.is/vedur/athuganir/kort/nordurland_eystra/#station=4912
Davíð Guðmundsson (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 22:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.