Öldugangurinn á Húsavík og Siglufirði

Nokkrir þættir unnu saman þegar sjór gekk á land á Siglufirði og á Húsavík í fyrrinótt.

1.  Vindáttin var óhagstæð og þegar hann er á NV og V stendur beint inn á Húsavíkurhöfn og Siglufjörður er einnig opinn við þessi skilyrði.  Hafnirnar á Ólafsfirði og Raufarhöfn svo dæmi séu tekin eru hins vegar í vari.

2.   Veðurhæðin hafði verið óskapleg og ölduhæð úti fyrir afar mikil.  Verst er að öldumælingadufl á Grímseyjarsundi var úti svo engar tölur er að hafa þaðan.  11-13 metra ölduhæð kæmi mér ekki á óvart, jafnvel hærri ef því er að skipta.  Aðalgeir Egilsson veðurathugunarmaður á Mánárbakka sagði mér að brimið hefði verið með því mesta sem hann myndi eftir og enn er haugasjór eða hafrót eins og það kallast í athugun á sjólagi. 

3.  Loftþrýstingur var lágur eða um og undir 970 hPa.  Við lágan loftþrýstinginn lyftist sjórinn sem nemur um 0,85 sm á hvert hPa.  Ætla má að sjávarborðið hafi hækkað um nærri 40 sm þess vegna. Á móti kemur að smástreymt var þegar hæst var snemma í gærmorgun.

Húsavíkurhöfn 24. okt /mbl.is Hafþór HreiðarssonEngu að síður hefur ölduhæðin og áhlaðandi öldunnar næst landi ásamt beinum vindáhlaðanda valdið mestu um sjávarhæðina við land og því að sjór olli tjóni í höfnunum. Enda virðis mér að mestur sjógangur hafi orðið nokkru áður en háflóð var fyrir norðan, jafnvel á fjöru, en þá var veðurhæðin einmitt hvað mest.

Oftast eru sjávarflóð samspil allra fjögurra þáttanna, þ.e. vinds, öldu, loftþrýstings og flóðhæðar (sjávarfalla)  en það þarf þó ekki alltaf að vera svo.  

 

Hafþór Hreiðarsson á Húsavík er með fleiri myndir á fréttavef sínum 640.is 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skemmtilegur fróðleikur hér.

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband