Meiri skemmdir á hafnarmannvirkjum

gjögurbryggja 25. okt 2008 / Jón G. GuðjónssonJón G. Guðjónsson í Litlu-Ávík í Árneshreppi sendi Morgunblaðinu meðfylgjandi mynd í gær þar sem sjá má skemmdir sem urðu á bryggjunni á Gjögri í briminu á föstudag.  Ég hef sjálfur gengið út á þessa snotru bryggju á fögrum sumardegi, en hún er nýtt m.a. af smærri fiskibátum sem ýmist róa eða landa á Gjögri.

Jón sendi mér aðra mynd af sjávargangi norður á Ströndum sl. föstudag með eftirfarandi texta af síðu sinni www.litlihjalli.it.is

Nú undanfarna daga hefur verið mikill sjógangur hér við ströndina.

Veðurstöðvar hér við Húnaflóa og á Sauðanesvita hafa verið að gefa upp sjólag Stórsjó eða Hafrót.Í Stórsjó er ölduhæð áætluð 6 til 9 metrar.

Í Hafróti er ölduhæð áætluð 9 til 14 metrar.

Allt ber þetta saman við mælingar öldudufla á þessum slóðum.

Hér í Litlu-Ávík hefur sjór gengið inn í fjárhúskjallara sem skeður ekki nema í mestu sjóum.
Myndin hér með er tekin um kl 10:30 í gær (föstudag) en háflæði var þá kl 06:00.

Brim 25. okt í Árneshreppi / Jón G. Guðjónsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér eru nokkrar myndir frá Siglufirði.  Ef þú flakkar um þennan vef, þá muntu sjá t.d. að þetta er ekkert nýnæmi og er vitnað m.a. í frétt frá 1934 um svipuð flóð og skaða. Ég tel þó að þá hafi eyrin á sigló staðið ívið lægri en í dag.  Það er allavega ljóst að hægt er að koma í veg fyrir þetta að einhverju leyti með að byggja varnarveggi á krítískum stöðum við höfnina, sem standa lágt. Það þyrftu ekki að vera dýrar framkvæmdir.  Svo þyrfti að setja einstefnuloka á skólplagnir úr húsum, því stór hluti skaðans skrifast á að brunnar fylltst og það gubbaðist upp úr ræsum og affallslögnum.  Það er vonandi að hið opinbera hafi svigrúm til að styrkja sklíkar framkvæmdir, sem myndu vafalaust kosta miklu minna en viðlagasjóðir þurfa að standa straum af í hvert skipti sem slíkar náttúrhamfarir verða.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.10.2008 kl. 01:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband