27.10.2008
Meiri hafís um þetta leyti árs í fyrra
Eftir miðjan október stækka þau hafsvæði sem þakin eru ís mjög hratt. Þetta haustið er engin undantekning frá þeirri reglu og merkjanlegur hafís sem hægt er að greina á tunglmyndum hefur borist hratt til suðurs með Austur-Grænlandsstraumnum, en þó að mestu með strönd Grænlands.
Eins og meðfylgjandi samanburðarmynd frá Ingibjörgu Jónsdóttur ber með sér að þá var dagana ca. 16.-20. október orðin þá þegar mun meiri útbreiðsla ís í fyrra en nú er hér norðvestur- og norðurundan. Einhverjum kynni það skjóta skökku við að haustið eftir fregnirnar um minnsta ísinn á norðurhjara í lok sumars, að þá skuli hafa verið meira um ís í Austur-Grænlandshafi en nú er ! Ekki síður ef horft er til þess að þennan október hefur verið mun kaldara á norður af Íslandi er var í fyrra. Því mætti ætla að hafísþekjan væri meiri en annars mætti gera ráð fyrir.
Hafísþekjan er ekki einföld viðureignar. Hún stjórnast af mörgum samverkandi þáttum, hitafars, sjávarseltu, strauma og vinda. Eins og ætíð þegar kemur fram á veturinn verður fróðlegt að fylgjast með ísreki norðan úr Framsundi og eins hvað kalda og ferska sjóinn djúpt undan Íslandi leggur (beinlínis frýs) í miklum mæli.
Flokkur: Veðurfarsbreytingar | Breytt 26.8.2009 kl. 13:55 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 7
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 55
- Frá upphafi: 1788788
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Samkvæmt gervitunglavöktun sem Ágúst H. Bjarnason vísar í 15. okt sl. (IARC-JAXA) virðist ísinn í Norður-Íshafinu samt vera umtalsvert meiri en í fyrra, eða nærri því að flataramáli sem hann hefur verið árin þar á undan. Kannski er of snemmt nú í kreppunni að fara að fjárfesta í umskipunarhöfnum fyrir Japanssiglingar.
Jóhann Gunnarsson (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 23:33
Mér skilst að það hafi einmitt óvenju mikill ís sloppið í gegnum Framsund og suður með Grænlandi í fyrra, sem skýrir að hluta hversvegna ísinn í Norður-Íshafinu varð svona lítill þá og mikill við Grænland. Núna í sumar gerðist það hinsvegar ekki í sama mæli og því er minni ís við austur-Grænland nú en í fyrra, en meiri í Norður-Íshafinu.
Emil Hannes Valgeirsson, 28.10.2008 kl. 00:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.