Góðæri á skíðasvæðunum landsmanna

Mikið hefur snjóað að undanförnu, sérstaklega fyrir norðan.  Á Ólafsfirði nam úrkoman um helgina þannig yfir 100 mm og féll hún öll mest öll sem snjór.  Alþekkt er hvað  ofankoma skilar sér verr í mælana en slydda eða rigning og því er ekki útilokað að um raunverulegt vanmat sé að ræða.  Áður voru komnir um 50 mm.

Dalvík_26okt_2008Skíðasvæðin fyrir norðan opna nú eitt af öðru.  Á Dalvík byrjuðu menn að skíða fyrir helgina og þar var opið í dag og auglýstar æfingar.  Meðfylgjandi mynd Óskars Óskarssonar frá því í gær (sunnudag) gefur vel til kynna nægan snjó og hann er vel að merkja komin að ofan, en ekki úr snjóbyssum.

Í Tindaöxl í Ólafsfirði er stefnt að því að opna á morgun og í Skarðsdal á Siglufirði um helgina.  Sömu sögur er að segja frá Tindastól, en þar á að reynda að opna um helgina.  Þó mikill snjór sé á Akureyri, hefur skafið að mestu í Hlíðarfjalli og brekkurnar þar því að mestu auðar enn.

Á skíðasvæði Ísfirðinga er allt á kafi í snjó og erfiðleikar með að troða snjóinn niður.  Þó átti að reyna að opna byrjendalyftuna í dag.  Ófært er með öllu upp á göngusvæðið skv. frétt á skíðavefnum fyrir vestan.

PA270170Í Oddskarði er ekki nægur snjór enn og heldur ekki í Bláfjöllum.  Þó er þar hægt að stunda gönguskíði.  Reyndi ég það sjálfur í dag ásamt konu minni í um 10 stiga frosti og það öðru sinni á fáum dögum. Sjá má á myndinni sem ég tók þetta fína spor, en starfsmenn Bláfjalla og skíðafélagið Ullur hafa í sameiningu lagt um 1200 metra langan hring frá Suðurgili.  Því má með réttu segja að Bláfjöllin hafi nú þegar verið opnuð !

Að sjálfsögðu rekur mig ekki minni til þess að þetta mikill snjór hafi verið kominn þetta víða á landinu svo snemma fyrr.  En sjálfur er ég vitanlega ekki meðal þessara elstu manna sem svo oft er vitnað til. Ólöf og Einar í Bláfjöllum 27. okt 2008

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Merkilegar þessar tilviljanir, en ef mig misminnir ekki var það einmitt þ. 26.10. 1995 sem snjóflóðið féll á Flateyri. Nú kemst maður ekki lengur inn á vefinn hans Sigurðar Þórs Guðjónssonar til að komast í hans góða gagnabanka um veður á Íslandi. Það væri hinsvegar fróðlegt ef einhver rifjaði upp hegðun og feril lægðarinnar, sem orsakaði þann voðaatburð.

Þorkell Guðbrands (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 07:16

2 identicon

Hvar eru alheimshlýindin sem alltaf er verið að tala um?  Hversvegna fær fólk að halda svona þvælu fram um að það sé að hlýna á Jörðinni?  Þvert á móti bendir allt til þess að það sé farið á kólna á Jörðinni. 

Síðan 2003 hefur farið kólnandi ár frá ári.

Þvílík þvæla hjá þessum vitleysingum sem halda fram þeim trúarbrögðunum að hlýnandi fari á Jörðinni svo stefni í heimsendi. 

Kenningin um alheimshlýnunina er það mesta rugl, þvæla og lygi sem ég hef nokkru sinni heyrt.  Að vera að hræða fólk með svona rugláróðri ætti að varða við lög.  

Guðbjartur Helgi Baldursson (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 10:10

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mér finnst þetta vetrarríki hreinn viðbjóður. Og á ekki að vera mest gaman fyrir skíðaflónin ef ekkert lát verður á fram í maí? By the long way: gagnabankinn er einmitt í endurskoðun en verður kannski opnaður aftur þegar snjóa leysir! 

Sigurður Þór Guðjónsson, 28.10.2008 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband