Vísindamenn vestur í Kaliforníu hafa með nýjum mæliaðferðum endurmetið styrk mjög öflugrar gróðurhúsalofttegundar í andrúmsloftinu. Um er að ræða tilbúna lofttegund sem á íslensku gæti útleggst sem köfnunarefnisþríflúor, eða NF3 (ritillinn hér gefur ekki kost á réttum rithætti efna). Snefilefni þetta finnst í mjög litlum mæli í andrúmsloftinu.
Áður var áætlað að heildarmagn efnisins næmi um 1.200 tonnum í heild sinni. Með nýjum aðferðum hefur hins vegar komið í ljós að magn köfnunarefnisþríflúors er öllu meira eð um 5.400 tonn og magn þess eykst um 11% á ári að því að talið er. Nú er þetta magn sem hlutfalla af heildinni afskaplega lítið eða 0,0004 ppb ( parts per billion). Lofttegundin var hins vegar nánast óþekkt fyrir 1978. Hið lága hlutfall væri ekki þess virði að á það væri litið nema fyrir þá staðreynd að NF3 er 17.000 sinnum öflugri gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur.
Til þessa hefur verið horft fram hjá köfnunarefnisþríflúors í stóru myndinni og lofttegundin ekki ein þeirra gastegunda sem er kveðið á um í Kyotó samþykktunum. Þrátt fyrir mat manna á meira magni NF3 en áður var talið veldur gastegundin ekki nema um 0,04% af heildargróðurhúsaáhrifunum.
Þetta efni er nokkuð notað í tölvu- og hátækniiðnaði og kaldhæðni örlaganna er sú að hvatt hefur verið til notkunar þess í stað PFC efna sem eru viðurkenndir skaðvaldar í samhengi aukinna gróðurhúsaáhrifa. PFC (flúorkolefni) hafa gríðarlega langan líftíma að því er álitið í andrúmslofti eða allt að 50 þús ár. Áður var álitið að aðeins um 2% af NF3 slyppi út í iðnferlum þar sem efnið er notað. Þessar nýju mælingar og árleg aukning um 11% bendir til annars.
Eins og áður er getið er efnið manngert þó svo að aðeins sé um einfalt efnatengi þekktra frumefna að ræða. Um ¾ hluti framleiðslunnar er notaður í gerð á örflögum í tölvur og afgangurinn í þá fljótandi kristala sem sjá má á skjám (liquid crystal display), eins og á þeirri algengu gerð vekjaraklukku sem hér sést.
Það eru vísindamenn við Scripps haffræðistofnunina í San Diego sem hafa gert þessa rannsókn og frá henni greint í tímaritinu Geophysical Research Letters. Vitneskjan um hraðari aukningu á NF3 en áður var álitið verður áreiðanlega til þess að alþjóðasamfélagið mun setja strangari skorður við notkun þessarar gastegundar.
Hér er fréttin sem ég sæki efni þessa pistils að mestu til.
Flokkur: Veðurfarsbreytingar | Breytt 26.8.2009 kl. 13:55 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 7
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 55
- Frá upphafi: 1788788
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Einar,
Brjóstvísa og hnévísa má setja inn í HTML-tögin sup og sub og þannig rita þá óháð ritli. Nú veit ég ekki hvort athugasemdakerfið leyfir þetta en NF3 má þannig rita NF3.
Annars þakka ég þér fróðlega og skemmtilega pistla hér á síðunni. Ég hef lengi verið þögull lesandi þinn.
Kveðja,
Finnbogi
Finnbogi (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 00:10
Þetta virkar sem sagt ekki. Þetta átti að vera NF (minna-en merki) sub (stærra-en merki) 3 (minna-en merki) /sub (stærra-en merki). Kannski virkar það í bloggritlinum þótt athugasemdakerfið hreinsi það út.
Finnbogi (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 00:12
Þetta efni er notað í LCD skjái.
Sævar Helgi (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 21:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.