30.10.2008
Tíð slys í vetrarumferð í Noregi
Norræni slysatryggingarisinn If (Storebrand+Scandia+Sampo) hefur reiknað út athyglisverðar tölur um slys í umferðinni í Noregi síðasta vetur. 17% allra óhappa og slysa þar sem einkabílar komu við sögu eru beinlínis rakin til þess að bílarnir óku á sumardekkjum í vetrarfærð.
Þetta er hátt hlutfall og það kemur í ljós að slysin áttu sér stað yfir allan veturinn, frá því snemma þegar bílar eru almennt séð enn ekki komnir á vetrardekk og þar til um vorið þegar síðbúin hálka eða snjór gerði ferðalöngum skráveifu. Meira að segja i N-Noregi þar sem íbúar eru mjög vanir erfiðuðum aksturs skilyrðum voru 10% óhappa og slysa rakin til vanbúinna hjólbarða.
Þess má geta að innan við helmingur allra bifreiða í norska bílaflotanum setur negladekin undir að vetrarlagi.
Þekki ekki til talna hér á landi, hvort yfir höfuð sé vitað hversu mörg óhappa á vegum úti sem og innanbæjar megi beinlínis rekja til vanbúinna ökutækja og er ég þá að horfa til hjólbarðanna. Nagladekkjaumræðan hér á landi hefur að mínu mati oft verið of svart/hvít og heiftúðug. En höfum hugfast að tíðarfarið hé er líka svo breytilegt hér á landi að það geta komið vetur sem bíleigandi heggur þurrt malbikið svo að segja allan veturinn á meðan sá næsti er þannig að akstursskilyrði eru meira og minna slæm og ekki er hættandi á annað er að vera að vel negldum dekkjum öryggisins vegna.
Flokkur: Utan úr heimi | Breytt 26.8.2009 kl. 13:54 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þörf umræða. Óli H. Þórðarson, sem lengi starfaði að umferðaröryggismálum, orðaði þetta einhverntíma í viðtali við útvarpsmann á þann veg, að spurningin snerist um hvort við mætum meira, malbik eða mannslíf. Kannski svolítið drastískt orðalag, enda nær maður ekki athygli í fjölmiðlum öðruvísi. En þarna skiptir auðvitað einnig máli sá mikli munur sem getur verið á veðurfari og þar með aksturskilyrðum eftir landshlutum hér á landi, og efalítið ekki síður í Noregi, sem er svo gríðarlega langur og teygir sig yfir svo mörg veðurfarssvæði.
Þorkell Guðbrands (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 07:17
Á Íslandi eru aðstæður svo ólíkar bara eftir landshlutum... Fólk úti á landi til dæmis fer mun oftar til Reykjavíkur og keyrir eftir þjóðvegi 1 heldur en fólk sem býr í Reykjavík..Fer minna útá land heldur en fólkið sem sækir á mölina. Það fólk er undantekningarlaust á nagladekkjum. Þegar ég átti heima í Reykjavík var ég á ónegldum og virkaði það fínt... En þegar maður býr fyrir norðan land og þarf að skjótast suður til Reykjavíkur af og til þá er öruggara að vera á nagladekkjum en tala um ekki að eiga tvo ganga þannig þú getir skipt um dekk án teljandi vandræða og kostnaðar :)
Öflug síða hjá þér Einar.
Guðmundur (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 09:06
Það er afar mikilvægt að vera á góðum dekkjum. Sjálfur hef eg ekki ekið á nagladekkjum í ein 8 ár, þar af 6 á höfuðborgarsvæðinu og tæp tvö á Norðurlandi. Er vissulega á bíl með sk. sídrifi. Aðstæður þar sem sköpum skiptir hvort maður er á negldu eða á hjólbörðum með góðu mynstri eru held eg afar fátíðar. Hitt varðar meiru að menn og konur hagi akstri eftir skilyrðum, kunni t.d. að aka í hálku og þar sem snjór er á vegi. Mér sýnist það vera svona upp og ofan hjá ökumönnum.
Áskell Örn Kárason (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 10:31
Við skiptum fyrir tveimur árum úr negldum dekkjum yfir í loftbóludekk, bíllinn er límdur við veginn (já, við keyrum iðulega út úr bænum, líka norður, í hálku). Hef ekki reynslu af harðkornadekkjum og fleiri týpum af góðum vetrardekkjum en ég fullyrði að loftbólan er minnst jafngóð (og í ýmsum tilfellum betri) en naglinn. Held að einu tilfellin sem nagladekk sýni betra grip er þegar er flughálka og blautt yfir henni.
Mér finnst satt að segja ábyrgðarleysi hjá þér að fullyrða að eina sem virki séu naglar, það er bara hreint ekki rétt.
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 31.10.2008 kl. 12:39
Ég hef búið á stór-Reykjavíkursvæðinu alla tíði og ekið þar og raunar um allt land bæði á eigin vegum og sem atvinnubílstjóri. Það eru 30 ár síðan ég átti bíl með nagladekkjum og ég verð að segja að ég hef ekkert saknað þeirra. Ég álít nagladekk ónauðsynleg hér í borgarumferðinni. Þar er feiki nóg að vera á góðum vetrardekkjum og svo auðvitað að aka eins og aðstæður leyfa. Hinsvegar tel ég ráðlegt að tjalda því sem til er ef menn eru mikið á ferðinni úti á landi þar sem veður geta verið válynd og langt í aðstoð ef eitthvað bregður útaf. Ef ég tildæmis byggi í Hveragerði og þyrfti að sækja vinnu í Reykjavík þá myndi ég nota negld dekk.
Guðmundur Gunnarsson, 31.10.2008 kl. 14:52
Sæll Einar.
Nagladekk eru algerlega óþörf hjá almennum borgara sem búsettur er á höfuðborgarsvæðinu og nýtir bílinn bara þar. Þeir sem ekki komast af stað í hálku án nagladekkja hafa ekkert út í umferðina að gera. Verst að þeir hafa fegnið sér bíla með sídrifi og komast þess vegna af stað en fatta ekki að þeira bílar bremsa eða stýra ekkert betur en eindrifsbílar.
Verst að öllu í þessum málum er afar takmörkuð kennsla og ekkert eftirlit með því að hálkuakstur sé kenndur. Og svo fá nýliðarnir sér sídrifsbíla með ótrúlega aflmiklum vélum og verða svo voðalega hissa þegar ferðin endar úti í móa.
Birgir Þór Bragason, 31.10.2008 kl. 20:07
Þér að segja finnst mér 17% ekki almennt hátt hlutfall. Þetta þýðir að 83% þeirra sem lentu í slysum voru á nagladekkjum og það finnst mér hátt hlutfall.
Ekki nema einhverjir sem lentu í slysum sem ekki voru rakin til ónegldra dekkja hafi raunverulega verið á ónegldum dekkjum. Það vantar því talsvert miklar tölfræðilegar upplýsingar í þetta hjá þér Einar.
Svo má líka spyrja sem svo: Þar sem langstærsti hluti ökumanna á Íslandi ekur um á stór-Reykjavíkursvæðinu, þar sem götur eru saltaðar um leið og einhver snjór drýpur úr lofti, auk þess sem stór hluti fólks býr í þéttbýliskjörnum eins og t.d. Akureyri, þar sem sandur er borinn á götur; mætti þá ekki álykta að langstærsti hluti ökumanna þyrfti einmitt ekki á nagladekkjum að halda?
Sigurjón, 2.11.2008 kl. 11:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.