4.11.2008
Forsetakosningarnar og loftslagsmálin
Kosningarnar sem fram fara í dag í vekja vonir um að Bandaríkjamenn láti loks af einangrunarstefnu sinni þegar kemur að alþjóðlegum aðgerðum til að stemma stigu við losun gróðurhúsalofttegunda.
Ekki gera ekki neitt stefna Bandaríkjanna á rætur sínar að rekja til samþykktar Öldungadeildarinnar 1997 þess efnis að Bandaríkin geti ekki tekið þátt í loftslagssamningi Sþ. þar sem slíkur samningur mundi leiða til alverlegs samdráttar í bandarísku efnahagslífi.
Æ síðan hefur þetta mesta iðnveldi og stærsta einstaka losunarríki verið gagnrýnt af alþjóðasamfélaginu fyrir skort á vilja til að sjá loftslagsvandann í hnattrænu ljósi. Upp á síðkastið hafa einstök ríki Bandaríkjanna markað sér stefnu nær vilja vilja Sþ s.s. eins og Kalifornía o.fl. Hæstiréttur þar í landi hefur líka nýverið fellt dóm í þessa veru s.s. um rétt ríkja USA til að setja reglur um losunarmörk bíla.
Báðir forsetaframbjóðendurnir nú boða róttæka stefnubreytingu í loftslagsmálum nái þeir kjöri. Obama og McCain leggja báðir á það áherslu að Bandaríkin taki forystu í málaflokknum á ný líkt og Bandaríkin hafði lengi í samfélagi þjóðanna (til aldamóta eða svo). Obama vill taka upp kolefniskvóta með uppboðsfyrirkomulagi, en McCain segist vilja endurúthluta frítt með flókinni aðferð sem ekki er auðskilin.
Báðir leggja mikla áherslu á að dregið verði hratt úr losun koltvísýrings á næstu áratugum með nýrri orkustefnu, en mikið ber í milli um aðferðir. Obama vill allsherjar endurmat á orkuþörf og orkustefnu með áherslu á endurnýjanlega orkugjafa á meðan McCain segir að óhjákvæmilegt sé að líta til kjarnorkunnar.
Þó svo að stefna McCain sé að mínu mati raunsærri þegar öllu er á botninn hvolft, er Obama mun trúverðugri til að vilja á endanum að hrinda í framkvæmd þeim breytingum sem verða að eiga sér stað í orkumálum Bandaríkjanna og fylkja almenningi um breytt hugarfar í umgengni við bruna á lífrænu eldsneyti. Öðruvísi gerist fátt í þessu landi orkusóunar og sérgæsku. Áfram Obama !
Flokkur: Veðurfarsbreytingar | Breytt 26.8.2009 kl. 13:54 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 7
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 55
- Frá upphafi: 1788788
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það verður reglulega áhugavert að sjá það hvernig fer með þau stórfyrirtæki (og bæina þeirra) sem ná ekki að kaupa kvóta á skaplegu verði því að spekúlantarnir ætla að gera losunarkvóta að helstu verslunarvöru kauphallanna eftir fall skuldatryggingarafleiðanna. Eyðilegging hrávörumarkaðar var bara æfing fyrir þessi ósköp, losunarkvótann, sem er ósanngirnin og úlfúðin uppmáluð og allt til einskis.
Ívar Pálsson, 4.11.2008 kl. 21:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.