Svo er að sjá að nú séu að verða glögg umskipti í þeirri stóru mynd sem ræður veðurfarinu við norðanvert Atlantshafi og í Evrópu.
Það sem er að gerast er nokkurn veginn svohljóðandi:
Grunn lægð fyrir austur yfir landið og dýpkar hér austurundan. Dregur hún á endanum mjög kalt loft úr norðvestri suður um alla Evrópu. Samtímis því styrkist mjög víðáttumikið háþrýstisvæði sig í sessi suðvestur af landinu. Hæðin er af þeirri gerð að teljast til fyrirstöðuhæða, en þá berst suðrænt loft frá heittempruðum svæðum það langt til norðurs og í það miklum mæli að hringrás vestanvindbeltisins brotnar upp og þar með allur venjulegur lægðagangur þessa ársíma austur yfir Atlantshafið. Neðra spákortið sýnir þetta í hnotskurn, þar sem hlýja loftið er allsráðandi suður af Grænlandi og hringsnýst þar um sjálft sig og fylgjandi háþrýstingur hefur þær afleiðingar að heimskautaloftið getur borist án hindrana suður Skandinavíu og þess vegna suður í Miðjarðarhaf.
Hver verða síðan áhrifin ?
Evrópa: Nú brestur á vetur á meginlandinu og munum fá tíðindi undir helgi af þarlendum frosthörkum og snjókomu frá París í vestri til Búkarest í austri.
Ísland: Hér skiptast á mjög hlýir dagar með úrkomu um vestanvert landið og kaldir dagar með snjómuggu norðantil. Vindar frá SV til NV ríkjandi og talsverðar hitasveiflur þar sem venju fremur hlýtt loft er hér skammt suðvesturundan, en að sama skapi ekki langt í heimskautaloftið norður af Grímsey.
Grænland: Afbrigðilega hlýtt fyrir árstímann á S-Grænlandi og rigningartíð á láglendi.
Óvenjulegt ástand ? Varla, fyrirstöðuhæðir eins og sú sem nú er spáð eru hvað algengastar síðla hausts og snemma vetrar. En þær hafna ekki alltaf á sama stað. Nú er hún á miðju hafi u.þ.b. suðaustur af Grænlandi, en stundum sest hæðin að nærri Bretlandseyjum eða jafnvel austar í Evrópu. Og tíðin á hverjum stað tekur síðan mið af þessum "pól" sem stýrir svo miklu. Frávikið kallast ekki afbrigðilegt nema það standi meira og minna svo vikum skiptir.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 1788789
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 47
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hafðu djúpar þakkir fyrir Einar. Þínar upplýsingar eru mínar ær og kýr hvað varðar veðrið. kv.
Bergur Thorberg, 17.11.2008 kl. 15:15
Verst að landið skuli ekki vera algerlega inni í hlýja loftinu.
Sigurður Þór Guðjónsson, 17.11.2008 kl. 16:29
Ég var einmitt að fylgjast með veðurfréttum hér í Danaveldi fyrr í kvöld þar sem menn gera ráð fyrir kulda um helgina og jafnvel snjókomu. Veðurfræðingurinn var í jólaskapi, vegna snjókomu útlits. Það er ekki víst að danskir ökumenn verði í miklu jólaskapi ef fer að snjóa.
Steinmar Gunnarsson, 17.11.2008 kl. 21:20
Takk Einar, fyrir fróðleiksmolana þína úr veðurfræðinni, eg kíki alltaf á þá. Það er sosum ágætt að meginland Evrópu fái yfir sig frost og snjó, eftir þessar efnahagsþvinganir út af Icesave málinu.
Gísli Már Marinósson, 17.11.2008 kl. 22:53
Enda er núna allt upp í 28° frost í Longyearbyen! Þar ætti að vera gríðarleg ísmyndun?
Ljónsmakkinn (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 11:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.