Vetur suður um alla Evrópu

Rétt eins og hér hefur áður verið talað um helltist vetraríki yfir meginland Evrópu nú um helgina.  Við fengum m.a. að sjá flutningabíla í sjóvarpsfréttum sem urðu fyrir barðinu á hálku og sagt var frá snjókomu í kóngsins Kaupinhavn.

Að vetrinum eru fjórar megingerðir veðráttu sem mest ber á meginlandi Evrópu (Bretlandseyjar og Skandinavía undanskilin):

1. Milt og rakt Atlantshafsloft berst með SV-átt. Rigning og þoka.  Ríkjandi veðurlag flest árin.

2. Svalt loft með éljabökkum berst úr norðri, ekki mjög kalt en nokkur snjókoma, einkum í Alpalöndum og fremur vindasamt.   

3. Kalt loft, þurrt í grunnin og ættað austan frá meginlandinu, Rússlandi, jafnvel Síberíu.  Snjóar þá vel í Karpatafjöllum og norður-Ölpum. 

4. Hlýtt og rakt loft frá Miðjarðarhafinu. Rignir í Róm og snjóar þá Ítalíumegin í Ölpunum og við Adríahafið.  Föhnvindur norðan Alpa. 

Lungau_22nóvSíðustu dagana hefur ríkt ágæt  útgáfa vetrarveðráttu af tegund 2.  Snjóaði þá mikið í S- Þýskalandi, Austurríki og Sviss og sérstaklega til fjalla þar sem skíðasnjórinn kom í einni sviphendingu því jörð var að mestu auð fyrir.

Myndin er frá Lungau í Austurríki tekin á laugardagsmorguninn af Þurí, íslenskum hóteljöfri þarna suðurfrá, Sannkallaður jólasnjór eins og hann mundi kallast hér hjá okkur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aftur og enn ástæða til að þakka aðgengilegan fróðleik um veðurfar. Það eru gríðarlega margir sem lesa greinar þínar, Einar, sér til gagns og gamans. Í tengslum við það gæti verið freistandi að varpa þeirri spurningu fram hér (og misnota síðuna), hvort menn kunni betri þýðingu á austurríska orðinu -gau, sem hérlendis hefur verið þýtt sem - hérað. Mér hefur verið sagt að nazistar hafi útvíkkað þýðingu þessa nafnorðsviðauka og gert að stjórnsýslueiningu. Veit ekki hvort það er rétt. Einhvernveginn grunar mig að þýzkumælandi fólk myndi ekki vera sátt við að tala um "Borgarfjarðargau" en vissulega er það bara ágízkun ófróðs alþýðumanns.  

Þorkell Guðbrands (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 10:50

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Eru hita og úrkomuspákort ekki lengur í boði á veðursíðu MBL??  Það er mikill missir af þeim og ég vona að þetta sé bara eitthvað tímabundið.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.11.2008 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband