28.11.2008
Mökkinn leggur á haf út
Þessi athyglisverða MODIS-mynd sem tekin var í dag, 28. nóvember kl. 13:10 sýnir svo ekki verður um villst afleiðingar allhvassrar N -áttarinnar. Það leggur greinilegan sandmökk langt suður af landinu. Strókarnir eða taumarnir vísa á uppruna s.s. á Mýrdalssandi. Takið eftir einum þeim skýrasta austur af Heimaey. Hann virðist án tengingar við land, en líklega er sá sandur komin ofan af Krosssandi en svo heitir sandflæmið neðan Landeyja á slóðum Bakkaflugvallar og Bakkafjöruhafnar.
Vindmælir Vegagerðarinnar á Mýrdalssandi hefur verið bilaður, en mér sýnist að þarna hafi vindurinn verið þetta 12-15 m/s. Ekki þarf meira til þegar loftið er búið að blása skraufþurrt á þriðja sólarhring og fínast efnið í sandinum fýkur auðveldlega um leið og jarðrakinn er ekki lengur til staðar til bindingar.
Takið líka eftir hvað skuggarnir eru orðnir langir yfir snævi þöktu svæðunum. Þó sé nærri hádegi er sólin einfaldlega afar lágt á lofti nú í lok nóvember.
Flokkur: Veðuratburðir hér og nú | Breytt 26.8.2009 kl. 13:50 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Einar
Er þetta ekki aðallega fína efnið úr Skaftárhlaupinu frá því um daginn sem er að fjúka út á haf, frekar en ryk af Mýrdalssandi. Myndin er frekar óskýr, en þetta virðist koma austar en af Mýrdalssandinum.
bkv
Hreinn
Hreinn (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 20:23
Sæll Einar
Ætíð fróðlegar greinar hjá þér. Ég hugsa að mökkurinn austan við Heimaey komi af Markarfljótsaurum. Það flæðir í allar áttir og skilur eftir mikið af fínefni sem fýkur í minnsta vindi. Rykmökkurinn er líka það skýr að hann hlýtur að koma framundan nefinu á Eyjafjöllum.
Anna Runólfsdóttir, 3.12.2008 kl. 14:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.