3.12.2008
Frostið í 24 stig í nótt
Á Möðrudal á Fjöllum fór frostið í stillunni í nótt niður í 24 stig. Á Neslandatanga við Mývatn sýndi mælir -20°C í stutta stund í nótt. Annar staðar fyrir norðan og austan var frostið talsvert minna. Þessir tveir staðir eru þekktir og alræmdir fyrir miklar frosthörkur, séu aðstæður hagfelldar. Í sjálfu sér er loftið yfir landinu ekkert sérlega kalt, sem sést m.a. á vægu frosti úti við sjávarsíðuna. Aftur á móti nær snævi þakið landið að kólna hreyfi vind lítt að ráði og meginlandsáhrif kröftugrar útgeislunar koma þá vel fram á stöðum langt frá hafi þar sem jafnframt er flatlent og kalda loftið rennur ekki í burtu í bókstaflegri merkingu.
Nú er farið að anda af suðri norðaustanlands og um leið minnkar frostið til muna.
Kuldi er nefnilega ekki alltaf sama og kuldi ! Kalt loft getur rutt sér leið til okkar úr norðri eða þá að landið sjálft hér úti í miðju Atlantshafinu kólnar vegna eigin útgeislunar.
Flokkur: Veðuratburðir hér og nú | Breytt 26.8.2009 kl. 13:49 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.