3.12.2008
Ísland utan úr geimnum
Meðfylgjandi tunglmynd prýðir forsíðu bókar okkar Ingibjargar Jónsdóttur sem komin er út á hjá bókaforlaginu Veröld. Myndin er frá 31. maí 2007 og sýnir m.a. fagurmynduð bylgjuský yfir landinu. Í bókinni, sem er 48 síður í stóru broti, reynum við Ingibjörg að skýra út hin margvíslegu fyrirbæri sem fjarkönnun býður upp á með hinum stórfenglegu tunglmyndum sem nú bjóðast af landinu. Mikið er rýnt í ský, snjó, ís á landi og hafís og m.a. eru teknir fyrir þekktir og allt að því sögulegir viðburðir. Elsta myndin er frá árinu 1991, en sú nýjasta frá því í sumar. Nánar á síðu Veraldar.
Þetta verkefni var einstaklega skemmtilegt og gefandi og vona ég lesendur njóti vel og verði ekki fyrir vonbrigðum.
Flokkur: Fallegar myndir | Breytt 26.8.2009 kl. 13:48 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með bókina! Ef allt í henni er á þá lund sem sjá má á þessari mynd er tilhlökkunarefni að eignast hana og skoða.
Ómar Ragnarsson, 3.12.2008 kl. 22:17
Ég var að fletta þessari bók í gær og líst vel á hana.
Sigurður Þór Guðjónsson, 4.12.2008 kl. 13:39
Þetta er greinilega bókIN fyrir okkur Sigurð og aðra í The Einar Sveinbjörnsson Fan Club!
Þorkell Guðbrands (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 15:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.