Hvað gerðist í Poznan ?

cop14_1_1_700Ekki hefur farið mikið fyrir umræðu  um loftslagsráðstefnu Sþ. í Poznan í Póllandi en henni er nú ný lokið.  Þjóðir heims reyna að finna raunhæfar leiðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og Poznanfundurinn einn liðurinn í því ferli.

Eftir því sem ég sé best eru  helstu niðurstöður fundarins þessar:

 

1.

Verndun skóglendis.  Skógareyðing og breytt landnotkun í kjölfarið stendur fyrir um fimmtungi aukningar gróðurhúsalofttegunda. Mörg ríki m.a. Evrópusambandsregnhlífin haf lagt áherslu á að hefta megi frekari skógareyðingu, einkum regnskóga.  Engin niðurstaða náðist í Poznan en mál þokuðust áfram. Einnig var fjallað um gamalkunnugar tillögur þess efnis að binding skóglendis komi inn í losunarbókhaldið frá Kyoto, en Indverjar og Bandaríkjamenn eru meðal þeirra ríkja sem vilja að tekið verði tilliti til bættrar umgengni í nytjaskógum og aukinnar bindingar þeirra.

2.

Það er löngu útséð með það að stærstu ríki heims ná ekki saman um skuldbindingar  hvers ríkis fyrir sig.  Því hefur nálgunin meiri farið út í einstakar losunargreinar eða geira. Geirar geta t.d. verið samgöngur í loftið, málmiðnaður eða orkuframleiðsla. Hugtakið geiranálgun hefur orðið til í þessu sambandi.  Ríki þau sem staðfest hafa Kyoto skuldbindingarnar eru frekar tilbúnar í þessa geiranálgun, en vanþróuð ríki tala gegn þeim hugmyndum og telja þær hamlandi fyrir efnahagsþróun.

3.

Í Poznan komust menn nokkuð áfram í umræðum um þátt föngunar koltvísýrings og bindingu með tæknilausnum.  Allar lausnir í þá veru eru hluti áætlunar sem gengur undir skammstöfuninni CDM (Clean Development Mechanism).  Ákveðið var að vinna áfram í þessum mikilvægu málum í tækninefnd fram til næstu ráðstefnu í Kaupmannahöfn á næst ári.

4.

Hvað tekur við eftir að Kyoto-skuldbindingunum lýkur ?  Ríkin sem skrifuðu undir Kyoto og tóku á sig þær skuldbindingar sem þar var kveðið á um samdrátt losunar hvers ríkis fyrir sig frá viðmiðunarárinu 1990 velta nú vöngum yfir því hvað gerist eftir árið 2012 segar fyrsta skuldbindingartímabilinu lýkur. Þarna er á ferðinn er djúpstæður ágreiningur sem þokast lítt áfram.  Stór hópur ríkja m.a. Bandaríkin og mörg vanþróuðu ríkin vilja ekki skuldbindingar með svipuðu sniði og fólust í Kyoto og vonast til þess að samkomulag náist "um eitthvað annað" í Kaupmannahöfn. Þau ríki sem lengst vilja ganga óska framhalds á Kyoto skuldbindingum hvers ríkis eða ríkjahópa s.s. ES með auknum sveigjanleika og ákvæðum þar að lútandi.

Áreiðnlega er þessi listi lengri, en mér sýnist með skjótri yfirferð þetta hafi verið helstu málin í Pólandi. Hvort ávinningurinn að þessu sinni hafi verið meiri eða minni en á öðrum sambærilegum alheimsráðstefnum Sþ. skal ósagt látið.  Mikið þarf þó enn til eigi að takast að draga verulega úr útstreymi gróðurhusalofttegunda á heimsvísu, þó svo að einstök ríki eða geirar getir náð miklum árangri.  

Þórunn Sveinbjörnssdóttur umhverfisráðherra vakti m.a. athygli í ræðu sinni á tillögu Íslands um að endurheimt votlendis verði viðurkennd sem leið til að binda kolefni úr andrúmslofti. Framræst og skemmt votlendi væri í dag uppspretta koltvísýrings (CO2) , en hægt væri að minnka losunina og jafnvel snúa henni við og binda kolefni úr lofthjúpnum með aðgerðum til að endurheimta votlendi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll

 Hér eru nokkrar greinar sem ræða frekar dapurlegar niðurstöður í Poznan. Virðist því miður hafa verið jafn máttlítil ráðstefna eins og fyrri slíkar. Það er eins og enginn hafi nokkurn kjark til að ganga í nokkuð

 http://www.guardian.co.uk/commentisfree/2008/dec/11/climate-change-peak-oil

http://www.guardian.co.uk/commentisfree/2008/dec/12/poznan-climatechange

http://www.guardian.co.uk/commentisfree/cifamerica/2008/dec/12/environment-climate-change-poznan

Bestu kveðjur

Karl A (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 12:51

2 identicon

Sem betur fer gerðist ekki neitt í Poznan enda hefur ekkert hlýnað síðustu 10 árin og allt bendir til þess að það verði umtalsverð kólnun á þessu ári

Ljónsmakkinn (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 14:36

3 identicon

Tek undir með Ljónsmakkanum. Það lítur meira að segja út fyrir að árið í ár verði það kaldasta á öldinni. Ekki er því víst nema menn séu að bisa við að fá samþykkt röng viðbrögð við því sem er að gerast. Er t.d. ekki líklegt að losunarkvótinn verði næsta tækifæri braskaranna til að maka krókinn á kostnað almennings um mestallan heim?

Jóhann Gunnarsson (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 23:37

5 identicon

Þakka þér fyrir Einar. Ég man ekki eftir að hafa séð neitt afgerandi um þessa ráðstefnu. Alltaf fróðlegt að lesa greinarnar þínar.

Sigrún

sigrún Björgvins (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 23:38

6 identicon

bali ráðstefnan var eingöngu lið á einkaþotum segir það ekki eitthvað

bpm (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 01:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 1788788

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband