Hellisheiðin ekki alltaf ferðavæn

57327_picture_2027Í nótt gerði dimma hríð á veginum austur fyrir fjall, bæði á Helisheiði og  í Þrengslum. REyndar víðar um sveitir Suðurlands.  Lausamjöll var fyrir  og því var ekki af  sökum að spyrja, aksturskilyrði voru afleit, bílar festust og hjálparsveitir voru kallaðar út.  Hver kannast ekki við lýsinguna ? Gerist nokkrum sinnum á hverjum vetri.

Engin vegþjónusta er á Hellisheiðinni að næturlagi og snjór því ekki hreinsaður jafharðan eins og hinar 17 klst. sólarhringsins.  Þar fyrir utan verður ákaflega blint þegar blæs af austri á þesum slóðum, nokkurnveginn samsía veglínunni.  Þá verður sérlega blint í kófinu og ökumenn tapa áttum. 

Um kvöldmatarleitið var gefin út viðvörun um slæmt veður og líklega ófærð og átti sá sem þetta ritar þátt í því ferli öllu saman í störfum sínum fyrir Vegagerðina: 

Vegna slæms veðurútlits á Suðurlandi má búast við að Sandskeið, Hellisheiði og Þrengslin teppist fljótlega eftir að þjónustu líkur kl 24.00

Þessi frétt RÚV frá því í morgun kom því nokkuð á óvart, og þó ekki:

Hjálparsveit skáta í Hveragerði stóð í ströngu við björgun ökumanna og farþega þeirra á Hellisheiði í nótt. Liðsmenn sveitarinnar sóttu 12 manns í 6 bíla á heiðinni, fólk sem lagði af stað þrátt fyrir viðvaranir í gærkvöld um að ekkert ferðaveður væri á heiðinni. Lögreglan í Árborg segir ófært um nær allt umdæmi sitt frá Helliðsheiði og austur úr. Ekki líði þó á löngu áður en hafist verði handa um að ryðja vegina um Hellisheiði, Þrengsli og milli Hveragerðis og Selfoss.

Óvíst sé þó með öllu hvenær þeir verði færir venjulegum fólksbílum

(Myndin er úr safni, reyndar af öðrum stað og fengin af vef Grindavíkurbæjar)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Þór Þórarinsson

Jamm sumir eru bjartsýnir að leggja á heiðina með þessa spá í farteskinu, og svo eru vegagerðamenn að missa sig í helv saltaustrinum hér á höfuðborgarsvæðinu, er búinn að fara nokkrar ferðir norður í land í vetur og þar virðist umferðinn ganga nokkuð vel fyrir sig þrátt saltleysi.

Guðjón Þór Þórarinsson, 21.12.2008 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 1790175

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband