21.12.2008
Vetrarsólstöður
Vei, vei !
Í dag 21.12 eru vetrarsólstöður, eða nákvæmlega kl. 12:04 samkvæmt Almanaki Háskólans náði möndulhallinn 23,5°. Hér eftir fer möndulhallinn minnkandi, en afar hægt í fyrstu.
Skýringarmyndin hér er tekinn af yr.no. Hún er á ensku og dagurinn heldur ekki réttur í ár eða 22.des. Oftast eru vetrarsólstöður 21.des, en hlaupársdagurinn á fjögurra ára frestir færir aðeins til sólstöðurnar jafnt að sumri sem vetri. Heldur oftar falla þær þó að vetri á 22. des. en þ. 21.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kominn tími til að daginn fari að lengja. Mig er farið að lengja eftir því verð ég að segja. En verða rauð jól? Mér sýnist hlýnunin um jólin eiga að vera tímabundin og það kólni aftur annan í jólum. Megum við búast við snjókomu síðustu daga ársins?
Theódór Norðkvist, 21.12.2008 kl. 14:28
Í tengslum við þetta; Það er talsverð tilfærsla á því innan ársins, hvenær sól er í hásuðri. Undir lok október og í byrjun nóvember er hún í hásuðri því sem næst 13:10, fer svo að færast fram og góðan hluta febrúar er hún í hásuðri kl. 13:42, gengur svo til baka þannig að í maí er hún komin í 13:24, fer svo aftur fram þar til í júlí, en í byrjun ágúst er færslan stöðug til baka þar til komið er að því sem byrjað var að telja hér að ofan. Nú langar mann til að spyrja ykkur fróða menn, hvort sem síðuhaldari svarar sjálfur, ellegar fróðleiksbankar eins og Ágúst H. Bj. eða Sigurður Þór; Er þetta breyting á möndulhalla sem orsakar þessa tímasveiflu, ellegar ellipsulögun umferðarhrings jarðar um sólu? (Þetta er áreiðanlega mjög bjálfalega spurt, enda fyrirspyrjandi afskaplega ófróður um þessi mál).
Þorkell Guðbrands (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 14:45
Ég dauðskammast mín fyrir það en ég hef aldrei skilið í raun og veru hvernig stendur á árstíðabtreytingum og hef ég þó lesið um það doðranta mikla! En það hrekkur ekki til við að vinna á þessari einkennulegu skilningsleysismeinloku minni.
Sigurður Þór Guðjónsson, 21.12.2008 kl. 15:13
Ég skammast mín ekki nærri jafn mikið fyrir mína fávisku vyrst Sigurður Þór segist ekki vita skýringar á þessu, jafn víðlesinn og hann er. En til að skýra betur hvað ég er að pæla, þá skilst mér (leiðréttið mig, ef þetta er rangt) að möndulhallinn sé alltaf í sömu átt, þannig að öðru megin í umferðarhringnum viti norðurpóllinn meira að sólu, en suðurpóllinn hinumegin. Nú, en það sé ýmislegt sem flæki þetta. T.d. að hringurinn sé ellipsulaga og sólin sé ekki í honum miðjum. Þess utan séu pláneturnar ekki "í plani" á umferðarbrautum sínum, síður en svo, og þar að auki sé málum þannig háttað, að sólin er í einhverskonar "þyngdargíg" sínum, þannig að hún sé eins og í botninum á kramarhúsi, en umferðarhringir plánetanna "ofar" (eða neðar, það er víst ekkert upp eða niður í geimnum!) Þetta er nú orðið alltof flókið fyrir einfalt heilabú eins og mitt og vísast hef ég misskilið þetta allt saman!
Þorkell Guðbrands (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 15:26
Það er nú a.m.k. ein innsláttarvilla í þessu síðasta hjá mér; skrifaði vyrst í staðinn fyrir fyrst.
Þorkell Guðbrands (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 15:28
Þið segið:"Í dag 21.12 eru vetrarsólstöður, eða nákvæmlega kl. 12:04".
Við erum klukkustund á undan sól með okkar klukku (Sumartími). Eru þá vetrarsólstöðurnar ekki kl 13:04 eftir þeirri klukku sem við notum?
Lúther S. Kristjánsson (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 16:57
Vetrarsólstöður eru á nákvæmlega sama tíma alls staðar á jörðinni, óháð hnattstöðu. Þá er jörðin í heild á ákveðnum stað á jarðarbrautinni. Sólstöðurnar tengjast tímabeltunum ekkert.
Þorbjörn, 21.12.2008 kl. 17:32
Rétt hjá Þorbirni Rúnarssyni, vetrarsólstöður verða samtímis á jörðinni allri og tengjst snúningi henna um sig sjálfa ekki neitt. Möndulhallinn er hins vegar aðeins breytilegur með sveiflutíma upp á um 41.000 ár.
Klukkan okkar miðast við 0°lengdarbauginn en ekki miðtíma. Jörðin er klukkustund að snúast 15° en sá lengdarbaugur liggur um austanvert landið (t.d. Vestra Horn við Hornafjörð).
ESv
Einar Sveinbjörnsson, 21.12.2008 kl. 18:24
Hér er íslensk skýringarmynd af ástæðum vetrarsólstaða. Um að gera að nota íslenskar myndir.
Sævar Helgi (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 23:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.