Fyrirstöðuhæð setur allt úr skorðum

Ég hef áður fjallað um fyrirstöðuhæðir líkar þeirri sem nú yfirgnæfir veðurkortið á Norður-Atlantshafi með miðju yfir Danmörku um þessar mundir.

picture_32_757772.png

Vegna hennar beinist til okkar milt loft úr suðri ekkert endilega með mikilli úrkomu, en frekar þá þoku og súld suðvestan- og vestantil á landinu. Mun þetta ástand vara meira og minna út árið, nema þá að kannski það verði breytingar á gamlársdag !

 

Það sem meira er að allt meginvindakerfið fer úr skorðum það sem ber lægðirnar frá vestri til austurs.

Við sjáum á neðra kortinu vindrastir í 300 hPa fletinum (spá 29.des kl. 00). Í stað þess að vera frá vestri til austurs, veldur fyrirstöðuhæðin því röstin klofnar í tvennt og verður hún meira norður-suður í stað þess að vera vestlæg.  Reyndar kemur í ljós við þessa stöðu "öfug" röst eða austanvindur ca. yfir Frakklandi eða Sviss.

hirlam_jetstream_2008122618_54_757777.gif

Fróðlegt verður að sjá hvað nýtt ár ber í skauti sér hvað veður varðar þegar fyrirstöðuhæðin brotnar niður öðru hvoru megin við nýárið ! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband